Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 25. nóvember 2005 12:27
Hafliði Breiðfjörð
Af málum Víkinga - Viktor Bjarki ekki til sölu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Víkingar sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þess efnis að Viktor Bjarki Arnarson sem er samningsbundinn þeim út næsta ár sé ekki til sölu. Viktor Bjarki sagði við Fótbolta.net í gær að viðræður ættu sér stað milli Fylkis og Víkings en í yfirlýsingu Víkinga segir.

,,Samningaviðræður standa yfir við Viktor og er vonast til þess að gengið verði frá samingum við hann í næstu viku. Það standa engar viðræður yfir á milli Víkings og Fylkis um kaup á Viktori enda stendur ekki til að selja hann neitt."

Þá kemur fram að Daníel Hjaltason sé ekki hættur í Víkingi en í frétt okkar í gær kom fram að Daníel hafi hug á að komast frá félaginu til að fá nýja áskorun. Varðandi þetta mál segja Víkingar:

,,Daníel Hjaltason er ekki hættur í Víking enda er hann með samning við félagið út árið 2006. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann hafi áhuga á að breyta til. Það verður allt skoðað í rólegheitum. Hann hefur ekki fengið leyfi til að ræða við önnur lið."

Af samningamálum þá hafa Víkingar endurnýjað samninga vði fimm lykilmenn úr liðinu sem vann sér upp í Landsbankadeildina í sumar. Þetta eru þeir Einar Guðnason, Ingvar Kale markvörður, Haukur Úlfarsson, Höskuldur Eiríksson og Hörður Bjarnason en við höfðum þegar greint frá tveimur síðustu nöfnunum.

Einnig standa samningaviðræður yfir við Stefán Örn og Björgvin Vilhjálms og gera Víkingar ráð fyrir að gengið verði frá samningum í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner