Valur 1-1 Víkingur
Viktor Bjarki sem hér er í leik með U-21 árs landsliði Íslands skoraði glæsilegt mark en fékk svo að líta rauða spjaldið.
0-1 Viktor Bjarki Arnarson (´13)
1-1 Matthías Guðmundsson (´85)
Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í deildabikarnum í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll.
1-1 Matthías Guðmundsson (´85)
Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í deildabikarnum í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll.
Á 13. mínútu leiksins fékk Viktor Bjarki Arnarson sendingu úr innkasti og þrumaði boltanum í átt að marki langt fyrir utan vítateig Valsmanna. Boltinn fór hátt í loft og yfir Kjartan Sturluson í marki Vals og inn, staðan 0-1 fyrir Víkinga. Glæsilegt mark hjá Viktori.
Viktor Bjarki fékk svo að líta rauða spjaldið á 33. mínútu leiksins fyrir ljótt brot á Guðmundi Benediktssyni framherja Vals. Viktor fékk beint rautt spjald fyrir brotið en Guðmundur meiddist ekki og spilaði áfram.
Valsmenn áttu fleiri færi í leiknum en gekk ekki vel að koma boltanum innfyrir marklínuna en meðal annars átti Sigurbjörn Hreiðarsson skot í stöng og Matthías Guðmundsson misnotaði færi einn gegn markmanni.
Valsmenn náðu hinsvegar að jafna metin á 85 mínútu leiksins en þar var að verki Matthías Guðmundsson eftir hornspyrnu Sigurbjörns Hreiðarssonar.
Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson kom inná á 65. mínútu leiksins en varð að fara af velli átta mínútum síðar vegna meiðsla á læri.
Víkingar skoruðu annað mark í leiknum sem var dæmt af.
Athugasemdir