Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fim 19. október 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar á eftir að sakna Sigga: Auðvitað kom þetta á óvart
Lengjudeildin
Mér fannst hann standa undir því og meira til.
Mér fannst hann standa undir því og meira til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var eins og ryksuga í kringum hann
Ég var eins og ryksuga í kringum hann
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Planið var alls ekki að vera bara eitt ár
Planið var alls ekki að vera bara eitt ár
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson var fyrr í þessari viku tilkynntur sem nýr þjálfari Þórs. Hann fer í Þór frá Val eftir eitt ár á Hlíðarenda. Hjá Val starfaði hann sem aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar. Fótbolti.net ræddi við Arnar í dag.

„Ég heyrði af þessu fyrir viku síðan. Auðvitað kom þetta á óvart, ég var að vonast til að hann yrði áfram. Siggi er frábær gæi og það hefur gengið mjög vel saman. Á sama tíma skilur maður hann alveg. Maður vill halda í alla góða einstaklinga og Siggi er toppdrengur. Ég hefði viljað halda honum, en svona er þetta, þetta er fótbolti og ég óska honum alls hins besta hjá Þór," sagði Arnar.

„Núna er unnið að því að reyna finna nýjan mann inn, ætlum að reyna vanda okkur í því."

Stóð undir og uppfyllti allar þær væntingar sem gerðar voru til hans
Kom Siggi þér á óvart sem þjálfari?

„Ég var búinn að kanna töluvert, hringja í fólk og fá 'feedback' um hann. Mér fannst hann uppfylla allt sem búið var að segja um hann. Hann fékk rosalega flott meðmæli frá þeim sem hafa unnið með honum. Mér fannst hann standa undir því og meira til. Hann leggur sig 100% fram, hefur mikla þekkingu á leiknum og er mjög duglegur. Hans verður klárlega saknað," sagði Arnar.

Ofboðslega hæfileikaríkur þjálfari og hafsjór af þekkingu
Siggi var sjálfur til viðtals í gær. Hann var spurður út í árið hjá Val og samstarf sitt og Arnars.

„Ég var á löngum samningi hjá Val, en það var gott samtal við stjórnina og gott samtal við Arnar. Í grunninn séð á Íslandi eru menn ekki að standa í vegi fyrir einum né neinum. Það var eitthvað samkomulag milli Vals og Þórs og allir skilja ofboðslega sáttir."

„Mig langaði að fara og kynnast því að vera aðstoðarþjálfari hjá reyndari þjálfara og góðum þjálfara, fékk það frábæra tækifæri með Arnari og saug inn alla þá þekkingu sem ég gat inn frá honum. Planið var alls ekki að vera bara eitt ár, heldur að taka smá vegferð í þessu verkefni; Evrópukeppni framundan og það gekk að mörgu leyti rosalega vel í sumar. Ég vissi alltaf að ég myndi leitast eftir því að verða aðalþjálfari eftir tíma minn hjá Val. Það kom aðeins fyrr en ég bjóst við."

„Það var gaman að kynnast því hvernig það er að þjálfa við allra bestu umgjörð og aðstæður mögulegar á Íslandi. Ég gæti nefnt 100 hluti sem ég get tekið gott úr samstarfinu mínu með Arnari, ofboðslega hæfileikaríkur þjálfari og hafsjór af þekkingu. Ég var eins og ryksuga í kringum hann."

„Skipulag, þekking á leiknum, frábær á æfingasvæðinu og góður agi. Það þarf að vera agi í fótbolta og Arnar er góður að setja það, er ekki með þúsund reglur eða svoleiðis, menn vita hvað ætlast er til af þeim og hann gerir það ofboðslega vel. Árangurinn sýnir það. Það er mikið af þessum kostum sem hann hefur sem maður tekur með sér og hlakka til að fara prófa sig með þá hluti sem maður tók frá honum. Það er klárt."

„Ég held að við höfum rímað rosalega vel saman, hann var líka að koma inn í stórt verkefni, mikil pressa. Ég held að ég hafi að mörgu leyti verið hans stoð og stytta í því og held að við getum báðir verið hrikalega ánægðir með samstarfið,"
sagði Siggi.
Siggi Höskulds: Allir Þórsarar farnir að þrá að spila í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner