Víkingur Ólafsvík hefur fengið spænska framherjann Juan Manuel Torres Tena í sínar raðir.
Torres er 23 ára gamall en hann hefur undanfarin ár leikið í spænsku C-deildinni með varaliði Celta Vigo og liði Guijuelo.
Torres verður fimmti Spánverjinn í herbúðum Ólafsvíkinga og sá fjórði sem kemur í þessum mánuði.
Kiko Insa hefur leikið í vörn Ólafsvíkinga í allt sumar og í gær spiluðu Antoni Espinosa Mossi og Samuel Jimenez Hernandes sinn fyrsta leik í 4-3 sigrinum á Fram.
Þá er markvörðurinn Sergio Lloves Ferreiro einnig kominn til félagsins en hann fékk leikheimild í dag.
Athugasemdir