Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   mán 23. september 2013 11:29
Magnús Már Einarsson
Sigurður Ragnar vill taka við Englendingum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur sótt um að taka við enska kvennalandsliðinu.

Hope Powell var rekin í síðasta mánuði eftir 15 ára starf sem landsliðsþjálfari Englands en liðið komst ekki upp úr riðlinum á EM í sumar.

Aðstoðarþjálfarinn Brent Hills tók tímabundið við enska liðinu eftir að Poewll var rekinn og hann stýrir liðinu í næsta leik gegn Tyrklandi. Í kjölfarið verður nýr þjálfari ráðinn í október en Sigurður Ragnar sótti um starfið.

,,Þeir auglýstu eftir umsóknum og ég sótti um. Ég myndi hafa áhuga á starfinu," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net í dag.

,,Kannski er ekkert rosalega líklegt að England horfi á lítið land eins og Ísland. Það hjálpar íslenskum þjálfurum ekkert að vera frá Íslandi þegar þeir eru að reyna að fá þjálfarastörf erlendis."

,,Þó að við eigum marga færa þjálfara á landinu og þeir hafa margið unnið frábært starf en ég held að smæð landsins geti verið hamlandi."

,,Ég tel að ég sé með fína ferilsskrá í þetta starf en enska sambandið verður að ákveða hvort þeir ráði innlendan eða erlendan áhuga. Þeir virðast vera opnir fyrir báðu en það sóttu margir um og það er mikil samkeppni um svona stórt starf."


Sigurður Ragnar ákvað að hætta með íslenska kvennalandsliðið eftir EM í sumar en hann hefur stýrt liðinu síðan árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner