Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. nóvember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Mendy settur á bekkinn?
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Það eru góðar líkur á því að Edouard Mendy verði bekkjaður hjá Senegal fyrir leikinn á móti Katar í annarri umferð riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu.

Þessi þrítugi markvörður hefur misst stöðu sína í byrjunarliði Chelsea og núna gæti hann lent í því sama hjá Senegal.

Hann átti erfitt uppdráttar gegn Hollandi og hefði nú líklega getað gert betur í mörkunum sem Hollendingar skoruðu.

Fréttamaðurinn Saddick Adams segir frá því að Aliou Cisse ætli sér að stokka upp í liðinu fyrir leikinn gegn Katar og það feli í sér að skipta um markvörð.

Líklegt er þá að Alfred Gomis, markvörður Rennes í Frakklandi, komi inn í markið fyrir Mendy.

Adams segir að Bamba Dieng, sóknarmaður Marseille, muni þá koma inn í liðið fyrir leikinn við Katar á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner