Sebastien Haller, 28 ára sóknarmaður Borussia Dortmund og Fílabeinsstrandarinnar, er búinn að gangast undir aðra aðgerð sína til að fjarlægja æxli úr eista.
Aðgerðin var vel heppnuð og deildi Haller fregnunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Haller, sem hefur meðal annars leikið fyrir West Ham og Eintracht Frankfurt, skoraði 47 mörk í 66 leikjum hjá Ajax áður en Dortmund keypti hann til sín í sumar. Haller hefur þó ekki enn spilað keppnisleik fyrir Dortmund vegna æxlanna.
Óljóst er hversu lengi Haller verður frá keppni eftir aðgerðina en ef allt gengur að óskum gæti sá tími verið svo lítið sem tveir mánuðir.
Une nouvelle étape de valider 💪🏽 L'opération numéro 2 s'est bien passée ! Un grand merci à l'équipe médicale pour l'aide au quotidien. Hate de commencer la suite 😉 pic.twitter.com/K96WxJqIAT
— Sébastien Haller (@HallerSeb) November 24, 2022