Manchester City og Liverpool unnu bæði um helgina og halda áfram einvígi sínu um Englandsmeistaratitilinn. Arsenal vann Manchester United og Burnley vann og ýtti Everton niður í fallsæti.
Garth Crooks sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið vikunnar í enska boltanum.
Garth Crooks sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið vikunnar í enska boltanum.
Varnarmaður: Trevoh Chalobah (Chelsea) - Hefur tekið miklum framförum og var frábær í 1-0 sigri gegn West Ham.
Varnarmaður: Virgil van Dijk (Liverpool) - Spilaði af fádæma öryggi þegar Liverpool vann 2-0 sigur gegn Everton í Merseyside slagnum.
Miðjumaður: James Ward-Prowse (Southampton) - Skoraði tvívegis eftir að Southampton lenti 2-0 undir gegn Brighton og tryggði 2-2 jafntefli.
Miðjumaður: Bruno Guimaraes (Newcastle) - Skoraði eitt af mörkum Newcastle í 3-0 sigri gegn Norwich og er í úrvalsliðinu aðra vikuna í röð.
Sóknarmaður: Eddie Nketia (Arsenal) - Fylgdi eftir frábærri frammistöðu gegn Chelsea með því að leiða sóknarlínu Arsenal á glæsilegan hátt gegn United.
Sóknarmaður: Gabriel Jesus (Man City) - Brassinn skoraði fjögur mörk og átti stoðsendingu að auki. Leikmaður helgarinnar.
Athugasemdir