Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 25. júní 2020 21:57
Elvar Geir Magnússon
„Pínu sjokk að fá þessar fréttir rétt fyrir leik"
Mynd: Eyþór Árnason
Í dag var greint frá því að leikmaður kvennaliðs Breiðabliks hefði greinst með kórónaveiruna.

Þetta hefur einhver áhrif á karlalið félagsins einnig en í bikarleiknum gegn Keflavík í kvöld vantaði til að mynda styrktarþjálfarann Aron Má Björnsson og markvarðaþjálfarann Ólaf Pétursson í liðsstjórn Kópavogsliðsins.

Þeir starfa líka með kvennaliðinu og eru komnir í sóttkví.

„Við fáum þessar fréttir rétt fyrir leik og þetta var pínu sjokk. Ég er enginn sérfræðingur í smitvörnum en styrktarþjálfarinn og fleiri eru með nokkra flokka. Þetta verður að koma í ljós bara. Ég geri ráð fyrir því að KSÍ sé með aðgerðaráætlun varðandi þetta," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks.

Breiðablik vann 3-2 sigur gegn Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við vissum ekki hvort leikurinn yrði spilaður. Svo kom það fljótlega í ljós að hann færi fram. Ég veit jafnmikið og þú í raun og veru. Þetta kemur í ljós á næstu dögum."
Dóri Árna: Sjáum þetta frá Kidda á æfingasvæðinu á hverjum degi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner