Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. júní 2023 12:35
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 12. umferðar - Arnþór Ari í fjórða sinn
Aron Jóhannsson skoraði frábært mark í Vestmannaeyjum.
Aron Jóhannsson skoraði frábært mark í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
12. umferð Bestu deildarinnar fór fram í gær og föstudaginn. Valið hefur verið Sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Þjálfari umferðarinnar er Ómar Ingi Guðmundsson hjá HK eftir frábæran 5-2 sigur í Kópavogsslagnum gegn Breiðabliki. Liðsheildin skilaði þessari frammistöðu HK-inga en Arnþór Ari Atlason var valinn maður leiksins. Hann skoraði og lagði upp auk þess að sýna fyrirmyndar vinnusemi en þetta er í fjórða sinn sem hann er í liði umferðarinnar.

Varnarlína HK stóð sig vel og þar var fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson í farabroddi.



Breiðablik er nú tíu stigum á eftir toppliði Víkings sem vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni í gær. Ingvar Jónsson markvörður Víkings var valinn maður leiksins og Davíð Örn Atlason var afskaplega öflugur í bakverðinum.

Valur er í öðru sæti, fimm stigum á eftir Víkingi. Valsmenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og unnu 3-0 útisigur. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og var maður leiksins. Elfar Freyr Helgason er einnig í úrvalsliðinu.

FH heldur áfram að gera góða hluti. Liðið rúllaði yfir Fram 4-0 þar sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvívegis. Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og var sífellt ógnandi á kantinum.

Magnús Þór Magnússon var maður leiksins þegar Keflavík gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki og þá vann KR 2-0 sigur gegn KA. Atli Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru bestu leikmenn KR.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner