Ása Björg Einarsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk fyrir Grindavík í sumar. Ása, sem er 19 ára, leikur stöðu hægri bakvarðar eða vængmanns. Hún er uppalin í Grindavík og hefur spilað fyrir félagið allan sinn feril. Hún hefur alls spilað 77 KSÍ-leiki og skorað fjögur mörk. Í dag sýnir Ása á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 8. sæti
Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 8. sæti
Fullt nafn: Ása Björg Einarsdóttir
Gælunafn: er ekki með neitt
Aldur: 19 ára
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2019
Uppáhalds drykkur: nocco
Uppáhalds matsölustaður: serrano
Hvernig bíl áttu: skoda octavia
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: verð að segja bold and the beautiful en svo er walking dead líka geggjaðir
Uppáhalds tónlistarmaður: Aron can og Frikki Dór og svo er justin bieber alltaf classic
Uppáhalds hlaðvarp: fm95blö
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Við vorum að fylla á Þrennu. Endalausar mínútur, endalaus SMS og 10 GB af Safnamagni komið til þín! Kynntu þér 2 fyrir 1 tilboðin okkar á www.siminn.is/2f1
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Grótta
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sigríður Lára
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með: Christabel Oduro þegar hún spilaði með okkur sumarið 2021
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: bætti mig mjög mikið sem leikmaður þegar jón óli þjálfaði mig en er mjög spennt fyrir sumrinu með Antoni þar sem hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og vill gera góða hluti fyrir liðið sitt
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristín Anítudóttir, ekki gaman að spila á móti gömlum liðsfélögum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Margrét Lára
Sætasti sigurinn: þegar við unnum HK 2-1 á lokamínútunni í fyrra
Mestu vonbrigðin: þegar við féllum i 2.deild 2019
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: systir mína Dröfn Einarsdóttir
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Helga Rut Einarsdóttir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jói Berg
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sveindís Jane
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: verð að segja Una rós Unnarsdóttir
Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: mögulega þegar ég ætlaði að gefa fyrir en boltinn endaði í markinu
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: spila alltaf í sama íþróttatoppnum og spila með tyggjó
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist mjög mikið með körfuboltanum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: spænsku og svo er ég ekkert sterkust í ensku
Vandræðalegasta augnablik: þegar við vorum að keppa á móti hk og þær voru í skyndisókn og ég spretti tilbaka og svoleiðis flaug á hausinn…
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Bríeti, Emmu og Unu. Það væri aldrei dauð stund og mikið hlegið hjá okkur þremur
Sturluð staðreynd um sjálfa þig: er heyrnaskert og það getur verið vel tregt þegar þjálfarinn er að öskra inná völlinn og ég heyri lítið sem ekkert það sem hann er að segja…
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Heiðdís sem kom til okkar frá stjörnunni, drullu fyndin og skemmtileg!
Hverju laugstu síðast: lýg aldrei
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun og spretti
Athugasemdir