Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik vann úrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik 4 - 1 Þór/KA
1-0 Samantha Rose Smith ('3)
2-0 Birta Georgsdóttir ('23)
2-1 Sonja Björg Sigurðardóttir ('55)
3-1 Barbára Sól Gísladóttir ('65)
4-1 Andrea Rut Bjarnadóttir ('93)

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Breiðablik er Lengjubikarmeistari 2025 eftir þægilegan sigur í úrslitaleik gegn Þór/KA.

Blikakonur voru í miklu stuði í dag og réðu Akureyringar alls ekki við þær. Samantha Smith skoraði auðvelt mark strax á þriðju mínútu eftir laglegan undirbúning frá Birtu Georgsdóttur, sem tvöfaldaði sjálf forystuna tuttugu mínútum síðar eftir góða fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Blikar komust nokkrum sinnum nálægt því að bæta þriðja markinu við á meðan Þór/KA fékk einnig gott færi en boltinn rataði ekki í netið svo staðan var 2-0 eftir opinn og skemmtilegan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn bauð einnig upp á mikla skemmtun þar sem Blikar byrjuðu af krafti en tókst ekki að bæta þriðja markinu við strax. Gestirnir komust í góðar stöður og tókst þeim að minnka muninn á 55. mínútu, þegar Sonja Björg Sigurðardóttir gerði vel að klára fyrirgjöf frá vinstri kanti með marki. Staðan orðin 2-1.

Þór/KA skipti um gír eftir þetta mark og komst tvisvar sinnum nálægt því að jafna leikinn á næstu tíu mínútum, allt þar til Barbára Sól Gísladóttir skoraði fyrir Blika gegn gangi leiksins þá stundina.

Leikurinn róaðist niður í kjölfarið og tókst Akureyringum ekki að ógna marki Blika á síðasta hálftímanum. Andrea Rut Bjarnadóttir setti fjórða mark heimakvenna í uppbótartíma svo lokatölur urðu 4-1 fyrir Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner
banner