Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 29. maí 2013 22:09
Magnús Már Einarsson
Víkingur R. og BÍ/Bolungarvík áfram eftir vítaspyrnukeppni
Ingvar Þór Kale varði tvær spyrnur og skoraði.
Ingvar Þór Kale varði tvær spyrnur og skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Pétursson (til vinstri) var hetja BÍ/Bolungarvíkur.
Bjarki Pétursson (til vinstri) var hetja BÍ/Bolungarvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Ívar Atli Sigurjónsson
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Borgunabikars karla er nú lokið. Víkingur R. sigraði KV eftir dramatíska vítaspyrnukeppni þar sem báðir markverðirnir skoruðu meðal annars.

Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en leikmenn Víkings voru manni færri í framlengingu þar sem Kristinn Jens Bjartmarsson fékk rauða spjaldið. Víkingur hafði hins vegar betur í vítaspyrnukeppni 7-6 þar sem Stefán Bjarni Hjaltested skoraði sigurmarkið en hann er í 3. flokki.

BÍ/Bolungarvík lagði Reyni Sandgerði einnig 6-4 eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 3-3 eftir framlengingu.

Í vítaspyrnukeppninni varði Bjarki Pétursson markvörður BÍ/Bolungarvíkur tvær spyrnur auk þess sem Hannes Kristinn Kristinsson skaut yfir.

KV 0 - 0 Víkingur R.
1-0 Tómas Agnarsson
1-1 Kristinn Jóhannes Magnússon
1-1 Ingvar Kale ver frá Davíð Birgissyni
1-2 Marko Pavlov
2-2 Einar Bjarni Ómarsson
2-2 Atli Jónasson ver frá Ágústi Hallssyni
3-2 Vilhjálmur Darri Einarsson
3-3 Igor Taskovic
4-3 Atli Jónasson
4-4 Axel Kári Vignisson
5-4 Halldór Bogason
5-5 Ingvar Þór Kale
6-5 Eyjólfur Fannar Eyjólfsson
6-6 Tómas Urbancic
6-6 Ingvar Kale ver frá Skúla Jónssyni
6-7 Stefán Bjarni Hjaltested skorar
Rautt spjald: Kristinn Jens Bjartmarsson ('90) (Víkingur R.)

BÍ/Bolungarvík 2 - 2 Reynir S.
0-1 Gunnar Wigelund ('67)
1-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('73)
2-1 Max Touloute ('78)
2-2 Björn Ingvar Björnsson ('90)
3-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('95)
3-3 Egill Jóhannsson ('107, víti)
3-3 Bjarki Pétursson ver frá Agli Jóhannssyni
4-3 Nigel Quashie skorar
4-3 Bjarki ver frá Birni Ingvari Björnssyni
5-3 Ben Everson skorar
5-4 Ásgrímur Gunnarsson
6-4 Dennis Nielsen skorar
6-4 Hannes Kristinn Kristinsson skýtur yfir
Athugasemdir