Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. október 2022 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og Stjörnunnar: Óskar Örn byrjar - Flóki fyrirliði
Óskar Örn var heiðraður fyrr á tímabilinu þegar hann sneri aftur í Vesturbæinn.
Óskar Örn var heiðraður fyrr á tímabilinu þegar hann sneri aftur í Vesturbæinn.
Mynd: KR
Þorsteinn Már mætir sínum fyrrum liðsfélögum í Stjörnunni.
Þorsteinn Már mætir sínum fyrrum liðsfélögum í Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:00 hefst lokaumferðin í Bestu deildinni og er hægt að nálgast textalýsingar frá öllum leikjum á forsíðu Fótbolta.net. Í efri hlutanum mætast KR og Stjörnunnar á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

KR situr í 4. sæti deildarinnar og með jafntefli eða sigri tryggir liðið sér það sæti. Stjarnan er í 6. sætinu og getur með sigri komist upp fyrir Val í 5. sætið.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Víkingi. Pálmi Rafn Pálmason og Theodór Elmar Bjarnason taka út leikbann og Aron Þórður Albertsson og Sigurður Bjartur Hallsson taka þeirra sæti í liðinu. Beitir Ólafsson kemur þá í markið og Þorsteinn Már Ragnarsson tekur stöðu Kennie Chopart. Magnús Valur Valþórsson sem fæddur er árið 2007 er á bekknum og Kristján Flóki Finnbogason er með fyrirliðabandið.

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn KA. Daníel Laxdal tekur út leikbann og Daníel Finns Matthíasson tekur sér sæti á bekknum. Þeir Björn Berg Bryde og Guðmundur Baldvin Nökkvason eru ekki í hóp. Inn í liðið koma þeir Henrik Máni B. Hilmarsson, Óskar Örn Hauksson, Eggert Aron Guðmundsson og Einar Karl Ingvarsson.


Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Byrjunarlið Stjarnan:
0. Haraldur Björnsson
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
21. Elís Rafn Björnsson
23. Óskar Örn Hauksson
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner