Víkingur er með átta stiga forystu í Bestu deildinni en liðið vann 3-1 útisigur gegn Fylki í gærkvöldi. Ingvar Jónsson markvörður var valinn maður leiksins og er í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar, ásamt Pablo Punyed.
Öll umferðin var spiluð í þessari viku, fyrir utan leik Breiðabliks og Vals en hann fór fram 25. maí til að skapa svigrúm fyrir Evrópuþátttöku Íslandsmeistarana.
Svona til að rifja upp úrslitin úr þeim leik fyrir lesendum þá vann Breiðablik 1-0 en Stefán Ingi Sigurðarson skoraði sigurmarkið. Í úrvalsliðinu er einnig hinn áreiðanlegi Andri Rafn Yeoman.
Öll umferðin var spiluð í þessari viku, fyrir utan leik Breiðabliks og Vals en hann fór fram 25. maí til að skapa svigrúm fyrir Evrópuþátttöku Íslandsmeistarana.
Svona til að rifja upp úrslitin úr þeim leik fyrir lesendum þá vann Breiðablik 1-0 en Stefán Ingi Sigurðarson skoraði sigurmarkið. Í úrvalsliðinu er einnig hinn áreiðanlegi Andri Rafn Yeoman.
Áhugaverðustu úrslit umferðarinnar komu væntanlega í Garðabænum þar sem hrakfarir FH á gervigrasi héldu áfram. Ísak Andri Sigurgeirsson var gjörsamlega magnaður, var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar í 5-0 sigri. Skoraði eitt mark sjálfur en hann lék sér að mótherjum sínum trekk í trekk.
Annar ungur leikmaður, Örvar Logi Örvarsson, var frábær í vinstri bakverðinum hjá Stjörnunni, bæði varnar- og sóknarlega en hann átti tvær stoðsendingar í leiknum. Jökull Elísabetarson er þá þjálfari umferðarinnar en þegar leikurinn var flautaður á í gær voru Stjörnumenn í fallsæti en þeir sendu Fylkismenn í fallsætið með þessum sigri.
Talandi um að fara upp úr fallsæti. ÍBV var í fallsæti þegar liðið hóf leik gegn KA á Hásteinsvelli á miðvikudag en fór upp úr því með 2-0 sigri. Oliver Heiðarsson skoraði annað markið og var valinn maður leiksins en varnarmaðurinn Elvis Bwomono á einnig skilið hrós fyrir sína frammistöðu.
Úrslitin í Eyjum gerðu það að verkum að Fram var í fallsæti þegar liðið hóf leik gegn HK í rokinu í Úlfarsárdal. En með 3-2 sigri komst Fram upp úr fallsætinu. Guðmundur Magnússon var verulega öflugur í fremstu víglínu og skoraði eitt af mörkum Fram.
KR-ingar halda áfram að klifra upp töfluna. Þeir unnu Keflavík 2-0. Ægir Jarl Jónasson skoraði sitt þriðja mark í fjórum leikjum og Kristinn Jónsson er einnig í úrvalsliðinu.
Fimm lið í fallsætum á tveimur dögum
Eins og sjá má á þessari yfirferð voru alls fimm lið í fallsætum á tveimur dögum! ÍBV, Fram og Stjarnan náðu öll að komast upp úr fallsæti. Fylkir og Keflavík eru í rauðu sætunum.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir