Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 17. maí 2019 10:45
Arnar Daði Arnarsson
Lið 4. umferðar - Tryggvi Hrafn í þriðja sinn
Breiðablik vann KA fyrir norðan.
Breiðablik vann KA fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Sigurður Ómarsson er í lið umferðarinnar.
Orri Sigurður Ómarsson er í lið umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með þremur leikjum. Í umferðinni voru þrjú lið sem náðu í sína fyrstu sigra og skilja þar með ÍBV og Víking R. eftir á botninum án sigra.

Þetta voru HK, Grindavíku og Valur sem náðu í sína fyrstu sigra í Pepsi Max-deildinni. VIð óskum þeim til hamingju með það. Þjálfari umferðarinnar er Serbinn, Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur sem gerði sér lítið fyrir og stýrði sínu liði til 2-1 sigurs gegn KR á heimavelli.


Marc Mcausland og Elias Tamburini eru í liði umferðarinnar eftir sýna frammistöðu í 2-1 sigri Grindavíkur á KR í Grindavík í gærkvöldi. Vörnin er fimm manna að þessu sinni.

Með Grindvíkingunum í vörninni eru síðan Damir Muminovic, Orri Sigurður Ómarsson og Birkir Valur Jónsson sem fær það hlutverk að vera í væng-bakverði.

Fyrir aftan vörnina stendur í markinu í annað sinn í sumar, Árni Snær Ólafsson sem hélt hreinu í 2-0 sigri ÍA á FH.

Á miðjunni eru þeir Ásgeir Marteinsson sem átti stjörnuleik í fyrsta sigri nýliða HK í deildinni þegar liðið lagði ÍBV 1-0 að velli. Með honum á miðjunni er síðan Hilmar Árni Halldórsson. Hilmar Árni var drjúgur í 3-2 sigri Stjörnunnar á Víkingi R. ásamt Þorsteini Má Ragnarssyni sem er í holunni.

Það er síðan tveir Skagamenn sem leiða framlínuna. Bjarki Steinn Bjarkason skoraði bæði mörk Skagamanna og með honum í framlínunni er Tryggvi Hrafn Haraldsson sem er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í sumar.

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner