Mykolas Krasnovskis (Leiknir F.)
Það átti sér stað magnaður leikur í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Leiknir F. sigraði þá Gróttu 2-1, en mörk Leiknismanna komu bæði á síðustu mínútunum.
Grótta komst 1-0 yfir á 72. mínútu þegar Óliver Dagur Thorlacius skoraði úr vítaspyrnu. Leiknismenn gáfust ekki upp og jafnaði Mykolas Krasnovskis á 88. mínútu. Krasnovskis var aftur á ferðinni á fjórðu mínútu uppbótartímans og tryggði hann Leikni magnaðan sigur gegn Gróttu.
Mykolas er leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla og heyrði fréttamaður Fótbolta.net í honum í tilefni þess.
„Til þess að taka stigin þrjú hélt ég að okkur myndi dugi að skora eitt mark, en þegar Grótta skoraði þá vöknuðum við. Mér var falið það verkefni að skora og ég birtist á réttum stað, á réttum tíma," segir Mykolas og bætir við:
„Ef við, sem lið, hefðum ekki sýnt staðfestu þá hefði þetta aldrei gerst."
Það er varla til betri tilfinning sem fótboltamaður en að skora sigurmark seint og síðar meir. „Liðið hefur ekki verið að vinna mikið að undanförnu og að skora sigurmark, og hvað þá á síðustu mínútunni er ótrúlegt og kemur til með að auka sjálfstraustið hjá liðinu."
„Grótta var meira með boltann, en við vorum undirbúnir fyrir það og vorum sterkir varnarlega - skipulagðir. Þeir fengu ekki mörg færi í leiknum, vítaspyrnuna og nokkur fleiri. Við fengum 2-4 góð færi og nýttum þau betur."
Með bróður sínum í liði
Mykolas er frá Litháen en hann kom til landsins í vetur og gekk þá í raðir Snæfells/UDN í 4. deildinni. Hann fór á kostum í 4. deildinni áður en hann samdi við Leikni í síðasta mánuði, skoraði átta mörk í sjö leikjum.
Mykolas kann vel við sig hjá Leikni en bróðir hans, Povilas hefur spilað með liðinu frá því í fyrra.
„Bróðir minn kom til Leiknis í fyrra og hefur verið hér síðan, hann mældi með því að ég ætti að koma til Íslands og prófa að spila hér. Ég byrjaði hjá Snæfelli en kom til Leiknis í síðasta mánuði og þetta hefur verið gott til að byrja með. Ég hef eignast nýja vini, bróðir minn er hérna með mér og þetta er sterkari deild. Ég er ánægður að vera í þessu liði," segir Mykolas.
Þegar Mykolas var kynntur sem leikmaður Leiknis var sagt að hans hlutverk yrði að fylla í skarð Ingva Ingólfssonar í vörninni. Mykolas er hins vegar ekki varnarmaður og sést það vel á tölfræði hans.
„Það var misskilningur. Ég spila alltaf sem miðjumaður, en með Snæfelli og Leikni er ég bestur í holunni eða sem sóknarmaður."
Að lokum er hann spurður út í hver er markmiðin eru það sem eftir að sumrinu, bæði fyrir liðið og sjálfan sig. Leiknir er í níunda sæti 2. deildar fjórum stigum frá fallsæti.
„Fyrir Leikni var byrjunin á tímabilinu ekki góð. Við viljum reyna að hoppa eins mikið og við getum upp töfluna, reyna að komast langt í burtu frá fallsvæðinu. Persónuleg markmið mín eru að hjálpa liðinu að gera það og spila eins vel og ég get," sagði Mykolas að lokum.
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Leikmaður 14. umferðar: J.C. Mack - Vestri
Athugasemdir