Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 05. maí 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
KFG heldur áfram að styrkja sig - Belányi kemur frá KV (Staðfest)
Mynd: KFG
KFG er búið að bæta tveimur leikmönnum við sig á lánssamningum í upphafi maí mánaðar.

Fyrr í mánuðinum var kynnt komu Benediktar Daríusar Garðarssonar og nú er Jonatan Aaron Belányi einnig kominn.

Jonatan er að koma til baka eftir krossbandaslit en hann spilaði aðeins þrjá leiki í fyrra. Þar áður var hann mikilvægur hlekkur í liði KV og spilaði 18 leiki sumarið 2017.

KFG hefur byrjað tímabilið á tveimur tapleikjum, gegn Reyni S. í Mjólkurbikarnum og Víði í deildinni. Næsti leikur er gegn Dalvík/Reyni næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner