Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 06. maí 2019 15:09
Arnar Daði Arnarsson
KFG fær tvo frá Haukum (Staðfest)
Þórhallur Kári Knútsson.
Þórhallur Kári Knútsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG í 2. deildinni hefur fengið til sín tvo leikmenn sem spiluðu með Haukum í Inkasso-deildinni í fyrra sumar.

Þetta eru Garðbæingarnir, Þórhallur Kári Knútsson og Arnar Steinn Hansson. Báðir stunda þeir nám í Bandaríkjunum.

Kantmaðurinn, Þórhallur Kári hefur leikið með Skínanda, Stjörnunni, Víkingi Ólafsvík og Haukum en hann hefur leikið rúmlega 10 leiki með Haukum síðustu tvö sumur áður en hann hefur farið til Bandaríkjanna í nám.

Miðvörðurinn, Arnar Steinn Hansson Skínanda, Aftureldingu, Þrótti V. og Haukum en hann lék tíu leiki með Haukum í Inkasso-deildinni síðasta sumar.

KFG tapaði gegn Víði 2-1 í 1. umferð 2. deildarinnar sem fram fór um helgina en báðir geta þeir leikið í næstu umferð þegar Dalvík/Reynir kemur í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner
banner