Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 03. júní 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 7. umferðar - Margir valdir í annað sinn
Eyjólfur er í liðinu.
Eyjólfur er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir átti frábæran leik gegn FH.
Damir átti frábæran leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
7. umferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram um helgina og er óhætt að segja að ansi áhugaverð úrslit hafi verið í þessari umferð.

Skagamenn fóru til Vestmannaeyja og töpuðu þar óvænt. Það er vel við hæfi að Pedro Hipólito sé þjálfari umferðarinnar.

Víðir Þorvarðarson átti frábæran leik fyrir ÍBV og var valinn maður leiksins. Hann er að sjálfsögðu í úrvalsliði umferðarinnar og fær þar félagsskap frá liðsfélaga sínum. Óskar Elías Zoega Óskarsson er einnig í liðinu.



Marinó Axel Helgason var maður leiksins þegar Grindavík gerði markalaust jafntefli við Víking Reykjavík. Þórður Ingason, markvörður Víkinga, er einnig í úrvalsliðinu.

Breiðablik á þrjá fulltrúa eftir magnaðan 4-1 sigur gegn FH. Damir Muminovic, Andri Rafn Yeoman og Aron Bjarnason eru allir valdir í úrvalsliðið í annað sinn á tímabilinu.

Stjarnan vann dramatískan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals. Valsmenn eru í neðsta sæti deildarinnar! Eyjólfur Héðinsson er í úrvalsliðinu.

Kristinn Jónsson var maður leiksins þegar KR vann 1-0 sigur gegn KA og þá eru Fylkismennirnir Helgi Valur Daníelsson og Kolbeinn Birgir Finnsson í úrvalsliðinu eftir sigur gegn HK. Helgi skoraði tvö mörk í leiknum.

Sjá einnig:
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner