Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 02. júlí 2019 10:31
Magnús Már Einarsson
Lið 11. umferðar - Hilmar og Pálmi í þriðja skipti í liðinu
Lasse Petry og Hilmar Árni Halldórsson eru báðir í liði umferðarinnar.
Lasse Petry og Hilmar Árni Halldórsson eru báðir í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn er í liði umferðarinnar.  Hér fagnar hann sigrinum gegn Blikum í gær.
Pálmi Rafn er í liði umferðarinnar. Hér fagnar hann sigrinum gegn Blikum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11. umferðinni í Pepsi-Max deildinni lauk í gærkvöldi og komið er að því að opinbera lið umferðarinnar. Að þessu sinni er stillt upp í 4-4-2.

KR vann toppslaginn gegn Breiðabliki þar sem Kristinn Jónsson skoraði fyrra markið og Pálmi Rafn Pálmason var öflugur á miðjunni. Þá er Rúnar Kristinsson þjálfari umferðarinnar.

Hilmar Árni Halldórsson er líkt og Pálmi í þriðja skipti í liði umferðarinnar í sumar. Hilmar skoraði fyrra mark Stjörnunnar í 2-0 sigri á ÍBV en Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði það síðara eftir magnaðan einleik.

Vladan Djogatovic markvörður Grindavíkur varði vítaspyrnu í markalausu jafntefli gegn FH en þar var Guðmundur Kristjánsson bestur hjá gestunum.

Lasse Petry skoraði fyrra mark Vals í 2-1 útisigri á HK en þar átti Björn Berg Bryde stórleik í vörn heimamanna. Óttar Bjarni Guðmundsson var maður leiksins í markalausu jafntefli Víkings R. og ÍA.

Valdimar Þór Ingimundarson og Hákon Ingi Jónsson sáu um markaskorun Fylkis í 3-2 karaktersigri á KA í Árbænum.

Sjá einnig:
Lið 10. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner