9. umferðin sem hófst um miðjan júní með tveimur leikjum lauk í gærkvöldi með tveimur jafnteflum.
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks er þjálfari umferðarinnar en liðið vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í umferðinni.
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks er þjálfari umferðarinnar en liðið vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í umferðinni.
Guðjón Pétur Lýðsson og Aron Bjarnason eru fulltrúar Breiðabliks í liði umferðarinnar.
Þórður Ingason er í markinu en bæði Vladan Djogatovic og Árni Snær gerðu tilkall í liðið einnig. Þá er Guðmundur Andri Tryggvason einnig í liðinu en hann skoraði stórglæsilegt mark í 1-1 jafntefli Víkings gegn Fylki.
Í Grindavík gerði Grindavík og ÍA 1-1 jafntefli í gærkvöldi þar sem Hörður Ingi Gunnarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði mark Skagamanna í leiknum.
Guðmann Þórisson stóð vaktina vel í vörn FH í 2-1 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum á laugardaginn þar sem Steven Lennon gerði bæði mörk FH-inga í leiknum.
Í Kórnum náðu HK í góðan heimasigur á KA þar sem Birkir Valur Jónsson og Ásgeir Marteinsson voru bestir og eru báðir í liði umferðarinnar.
Stórleikur umferðarinnar fór síðan fram í Frostaskjólinu um miðjan júní þar sem KR-ingar unnu endurkomusigur á Val 3-2 eftir að hafa lent 0-2 undir. Kristinn Freyr Sigurðsson var frábær í liði Vals en það dugði ekki til sigurs. Hjá KR var Tobias Thomsen virkilega öflugur.
Sjá einnig:
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir