Samningur Ólafs Jóhannessonar hjá Val rennur út eftir tímabilið. Hann hefur þjálfað Val frá 2014 með frábærum árangri. Hann hefur gert liðið að Íslandsmeisturum tvisvar og bikarmeisturum tvisvar.
Hann var spurður að því í viðtali eftir 2-1 tap gegn ÍBV í dag hvort hann myndi halda áfram með liðið.
„Ég á mánuð eftir af samningnum en við ætlum að setjast niður á morgun og fara yfir þá hluti," sagði Ólafur.
„Ég vil vera áfram og það er ekki spurning um það. Við setjumst niður á morgun eða hinn og ræða hlutina."
Þetta tímabil hefur ekki verið nægilega gott hjá ríkjandi Íslandsmeisturum Vals. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig eftir 19 umferðir.
Athugasemdir