Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 01. apríl 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Gunnar Gunnarsson (Fram)
Mynd: Kristinn Steinn Traustason
Tvíburarnir telja sem einn
Tvíburarnir telja sem einn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3,1415 - hvað kemur næst?
3,1415 - hvað kemur næst?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manni gat látið finna vel fyrir sér.
Manni gat látið finna vel fyrir sér.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Einar Karl í Fram?
Einar Karl í Fram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Guðjóns við hlið Óla Kalla.
Davíð Guðjóns við hlið Óla Kalla.
Mynd: Úr einkasafni
Gunnar er varnarmaður Fram og hefur verið hjá félaginu frá og með árinu 2019. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur í meistaraflokki leikið með Hamri, Gróttu, Val, Haukum og Fram.

Á síðasta tímabili, þegar Fram fór ósigrað í gegnum tímabilið í Lengjudeildinni, lék Gunnar sextán leiki í deild og skoraði eitt mark. Hann er samningsbundinn Fram út tímabilið 2023. Á ferlinum hefur hann spilað 107 deildarleiki og skorað í þeim átta mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Fram

Fullt nafn: Gunnar Gunnarsson

Gælunafn: Gunni

Aldur: 28 ára

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 með Víkingi R. ef ég man rétt

Uppáhalds drykkur: Alltaf Celsius. Alvöru spurningar takk!

Uppáhalds matsölustaður: Skúli vinur minn í Subway á þetta

Hvernig bíl áttu: Jaguar I-pace

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er mikill Seinfeld maður

Uppáhalds tónlistarmaður: Erfitt að velja en ef það þyrfti að vera eh einn þá er það Robbie Williams

Uppáhalds hlaðvarp: JustHands Poker

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr og Sveppi Krull deila þessu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ok

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpooldraslinu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Adam Maher

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Nonni Sveins og Maggi Gylfa

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Maður er ekkert að springa úr hlátri þegar maður er að spila við Ármann Pétur Ævarsson

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Foreldrar mínir

Sætasti sigurinn: Invincibles í fyrra

Mestu vonbrigðin: Það var helvíti hart þegar mótið var flautað af út af veirunni skæðu 2020

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Einar Karl Ingvars úr Stjörnunni.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sigfús Árni Guðmundsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Aron Snær Ingason er óhemju myndarlegur. Ef Jökull Steinn færi í hárígræðslu til Tyrklands þá er hann ansi andlitsfríður.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristín Eva Gunnarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo (ekki feiti)

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Kyle og Halli eru farnir þannig Alex Freyr og Magnús Ingi taka við keflinu

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mér

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það er sennilega þegar við (Stjarnan þá) vorum að keppa við Keflavík í Faxaflóamótinu í 4. flokki. Keflavík fær víti og í markinu hjá okkur stendur maður að nafni Davíð Guðjónsson. Á meðan Keflvíkingurinn býr sig undir að taka vítið byrjar Davíð að eiga við sjálfan sig (í þykjustunni) í markinu, sem var svo sem ekki úr karakter hjá þeim meistara á hans yngri árum. Keflvíkingurinn neglir boltanum svona 10 metrum yfir markið og þá birtist Jón Rúnar Ingimarsson (framherjinn okkar með rauðu húfuna) í andlitið á honum með tvöfaldan fokkjú putta og veikan hlátur. Hann uppsker réttilega rautt spjald frá Sigga Dúllu.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, helst golfi og NFL. Fylgist almennt mikið með íþróttum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma One

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Varð mér oftar en ekki til skammar í textíl.

Vandræðalegasta augnablik: Það er ekkert sem kemur fljótt í hugann þarna en manni líður alltaf eins og bjána eftir að hafa fengið rautt spjald.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ólafur Íshólm til að lyfta mjög þungum hlutum og búa til hluti sem venjulegt fólk getur ekki búið til. Aron Þórður getur verið útsjónasamur þegar hann er með bakið upp við vegg, svipað og kötturinn. Svo tæki ég tvíburana, Alla og Indriða. Þeir telja sem einn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ekkert mikið sturlað við mig þannig lagað

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þórir Guðjóns virkar út á við sem mjög hlédrægur náungi en þvílíkur skemmtikraftur og frábær karaoke kynnir

Hverju laugstu síðast: Sennilega þegar ég sagðist vera góður síðast

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tapa

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Alex Freyr Elísson: Hvað eru margir aukastafir í pí og hvaða ár fannstu aftur upp lögmálið um alhliða þyngdarafl?
Athugasemdir
banner
banner