Sautjánda umferð Bestu deildar karla kláraðist loksins í gær en umferðin hófst þann 7. júlí með sigri Breiðabliks gegn Fylkis á Kópavogsvelli.
Það er komið að því að setja saman lið umferðarinnar en hér fyrir neðan má sjá hvernig það lítur út.
Það er komið að því að setja saman lið umferðarinnar en hér fyrir neðan má sjá hvernig það lítur út.
Það er óhætt að segja að miðjumenn hafi verið að gera góða hluti í þessari umferð en alls eru fimm miðjumenn í liðinu, og í raun sex þegar Hlynur Freyr Karlsson er tekinn með en hann getur leyst ansi margar stöður á vellinum. Hlynur átti mjög góðan leik í 0-4 sigri Vals gegn KR í gær en maður leiksins þar var Tryggvi Hrafn Haraldsson. Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar.
Þá á Stjarnan þrjá fulltrúa eftir 4-0 sigur gegn Fram. Jóhann Árni Gunnarsson hefur verið að stíga upp og það sama má segja um Emil Atlason. Þá hefur Árni Snær Ólafsson verið að standa sig vel í marki Garðbæinga.
Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed voru bestir í stórsigri Víkinga gegn ÍBV og þá voru Damir Muminovic og Anton Logi Lúðvíksson bestir hjá Blikum í 5-1 sigri gegn Fylkismönnum.
Ahmad Faqa var þá maður leiksins í jafntefli HK gegn KA á Akureyri.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir