„Það er mikið af efum í þessum fótbolta en eins og staðan er núna erum við ekki í fallsæti og við ætlum okkur ofar," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í samtali við Fótbolta.net eftir 2-1 tap hans manna í HK á Laugardalsvelli í kvöld gegn Fram.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 1 HK
„Þetta voru svona tveir háflleikar, ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleik en að mörgu leyti sáttur við mína menn í seinni hálfleik."
„Mér fannst þetta hálf glæfralegt að vera kýldur svona í andlitið, þetta hefði einhverntíman verið rautt en þetta var gult í dag."
Athugasemdir