Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 02. nóvember 2021 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Að eiga sitt besta tímabil á ferlinum - „Allt í einu farinn að skora"
Ég myndi gjarnan vilja, ef tækifærið kæmi, fara út fyrir Noreg og draumurinn væri að fara eitthvað inn í Evrópu
Ég myndi gjarnan vilja, ef tækifærið kæmi, fara út fyrir Noreg og draumurinn væri að fara eitthvað inn í Evrópu
Mynd: Sandefjord
Það er frábær tímasetning fyrir mig að vera að renna út á samningi og vera allt í einu farinn að skora
Það er frábær tímasetning fyrir mig að vera að renna út á samningi og vera allt í einu farinn að skora
Mynd: Sandefjord
Þetta er orðið eins og í Pepsi-deildinni heima.
Þetta er orðið eins og í Pepsi-deildinni heima.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson hefur átt frábært tímabil með Sandefjord í Noregi. Hann hefur raðað inn mörkum og sér sitt nafn í fyrsta sinn á lista yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

„Þetta er búið að vera mitt besta tímabil í minni fótboltasögu, ég held það sé ekki spurning. Ég er búinn að vera mjög sáttur með þetta, búið að ganga vel hjá mér persónulega, skorað mörk og leggja upp líka. Liðinu er einnig búið að ganga þokkalega," sagði Viðar við Fótbolta.net í dag.

„Ég er kominn með níu mörk í deildinni, tvö í bikarnum og fimm eða sex stoðsendingar. Það er tölfræði sem er mjög góð og ég er á lista yfir markahæstu menn í deildinni, eitthvað sem ég hef aldrei séð áður."

Sjá einnig:
„Tel það enga tilviljun að allir sigrar nema einn komi þegar ég er í byrjunarliði"

Viðar, sem er 27 ára gamall, er í 8. sæti yfir markahæstu menn í efstu deild í Noregi. Hann hefur spilað á hægri kantinum í leikkerfinu 4-3-3. „Ég myndi segja að ég sé sóknarsinnaður kantmaður en í síðustu leikjum hef ég spilað í bakverðinum út af meiðslum á öðrum í liðinu. Það hefur kannski aðeins hægt á markaskoruninni. Við erum sóknarsinnaðir, pressum hátt og bakvörðurinn kemur hátt til að pressa kantmann andstæðinganna."

Lífið utan vallar aldrei verið betra
Gerir þú eitthvað öðruvísi á þínum æfingum fyrir tímabilið í ár? „Nei, ég myndi ekki segja það, ekkert fótboltalega séð. Ég held þetta tengist fjölskyldunni, þar er allt í blóma. Konan og börnin, það er allt að smella alveg ótrúlega vel. Stuðningurinn sem maður fær frá þeim er ótrúlegur, maður fær alltaf stuðning og styrk þegar maður þarf á því að halda."

„Ég myndi segja að lífið utan vallar hafi aldrei verið betra og mér finnst það klárlega endurspeglast inn á vellinum. Þótt það hljómi klisjulega þá finnst mér það, 100%. Ég er mjög hamingjusamur með konunni og börnunum og það skín í gegn. Fótboltalega er þetta sama rútínan en sjálfstraustið og stuðningurinn er lykill að þessu. Svo er það lítill svefn með börnunum,"
sagði Viðar og hló.

„Mér finnst þetta miklu meira andlegt, mér finnst sú hlið hafa smollið og mér finnst ég vera orðinn það fullorðinn núna að þetta er að smella núna. Sjálfstraustið er gott og ég er í fíling."

Möguleiki að enda í topp tíu
Sandefjord er í 13. sæti, átta stigum fyrir ofan fallsvæiðið og þremur stigum frá 9. sæti þegar fimm umferðir eru eftir. Er árangurinn hjá liðinu ásættanlegur? „Já, vissulega erum við í neðri hluta deildarinnar en þetta er rosalega mikill pakki af liðum sem er beint fyrir ofan okkur. Fyrir tímabilið þá myndi ég segja að enda í topp tíu væri flottur árangur og það er stór möguleiki. Það er ekki langt í 8. - 9. sætið. Auðvitað vill maður alltaf meira en við erum með öruggt sæti í deildinni."

Frábær tímasetning fyrir mig að vera að renna út á samningi
Þú sagðir við mig síðasta vetur að þú ætlaðir að sjá til í sumarglugganum hvort eitthvað kæmi upp. Ertu byrjaður á því?

„Já, auðvitað er það farið að færast í aukana. Það er farið að styttast í annan endann á þessu og búið að ganga vel. Það er frábær tímasetning fyrir mig að vera að renna út á samningi og vera allt í einu farinn að skora."

„Það eru einhverjar þreifingar byrjaðar og við erum að skoða hitt og þetta. Það er ekkert konkrít komið á borðið en við erum opin fyrir öllu og vonumst eftir því að eitthvað gott komi upp. Það er ennþá stefnan að stökkva á tækifærið ef eitthvað stærra kemur upp og gera það vel."


Væri til í að prófa sig utan Noregs
Langar þig að vera áfram í Noregi eða langar þig að prófa eitthvað annað? „Ég myndi fyrst og fremst vilja fara og prófa eitthvað annað. Ég er búinn að vera í fjögur ár í Noregi og myndi segja að ég sé kominn á vissa endastöð í norska boltanum. Ég er búinn að spila oft á þessum völlum og farinn að þekkja alltof marga hérna - orðið eins og í Pepsi-deildinni heima. Ég myndi gjarnan vilja, ef tækifærið kæmi, fara út fyrir Noreg og draumurinn væri að fara eitthvað inn í Evrópu. Ef ekki, þá skoðar maður önnur lið í Skandinavíu eða hvað sem kemur upp," sagði Viðar Ari.
Athugasemdir
banner
banner