Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 04. apríl 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kian PJ Williams
Kian PJ Williams
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo í blátt?
Pablo í blátt?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik hefur komið á óvart.
Patrik hefur komið á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho.
Nacho.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sindri Þór er Keflvíkingur sem kom fyrst við sögu í meistaraflokki sumarið 2017. Hann á að baki 101 deildarleik og ellefu bikarleiki og hefur í þeim skorað þrjú mörk.

Sindri er bakvörður sem lék í fyrra nítján leiki og skoraði eitt mark þegar Keflavík hélt sæti sínu í efstu deild. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Keflavík

Fullt nafn: Sindri Þór Guðmundsson

Gælunafn: Ekkert sérstakt gælunafn fyrir utan að vera kallaður Sindri Þór á æfingum því við erum þrír Sindrar.

Aldur: Ég er 24 ára, verð 25 í ágúst.

Hjúskaparstaða: Ég er trúlofaður.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég lék minn fyrsta meistaraflokks leik 5. maí 2017 á móti Leiknir Reykjavík.

Uppáhalds drykkur: Fanta slær öllum drykkjum við.

Uppáhalds matsölustaður: Búllan klikkar ekki.

Hvernig bíl áttu: Opel Grandland X 2019 árgerð.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Nördin í mér segir The Flash.

Uppáhalds tónlistarmaður: Klárlega Ed Sheeran.

Uppáhalds hlaðvarp: Langt síðan ég hlustaði á hlaðvarp en hlustaði mikið á Illverk.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann er algjör meistari.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Síðasta sms er frá unnustunni, mjög einfalt "Sturlað veður úti"

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Koma 2-3 lið upp í hugann en efst á listanum er Kórdrengir.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ætla setja Pablo Punyed hérna. Ber mikla virðingu fyrir honum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þjálfararnir sem ég er með núna Siggi Raggi og Halli eru mjög góðir en verð að gefa Eysteini Húna þennan heiður. Er megin ástæða þess að ég er í Keflavík á þeirri leið sem ég er og þjálfaði mig fyrstu 5 árin mín í meistaraflokk.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn einn leikmaður en bara yfir höfuð leikmenn sem væla í dómurunum allan leikinn.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldinho var það í æsku og myndbönd af honum heilla mann ennþá daginn í dag.

Sætasti sigurinn: Þessi er á móti Þór tímabilið 2020. Komumst í 2-0 en misstum mann af velli á 30 mín, misstum svo annan á 80 mín en lönduðum 2-1 sigri.

Mestu vonbrigðin: Allt tímabilið 2018. Alveg glatað tímabil en það fór beint í reynslu bankann.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United alla leið.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að sjá Pablo í bláu.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sveindís Jane er efnilegasta knattspyrnukona landsins.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Konan segir að ég sé svo sjálfselskur þannig ætli það sé ekki bara ég.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Horfi á kvennaboltann en ekkert pælt í því hver er fallegust af þeim.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Það er bara einn maður sem fær þennan heiður. Kian Paul James Williams

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima, cosy uppí sófa með krakkanum og konunni.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skora ekki mikið af mörkum þannig þegar maður skorar er það alltaf skemmtilegt.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert sérstakt nema að sofa ekki út á leikdegi.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist vel með körfuboltanum bæði karla og kvenna.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég spila bara í Nike engu öðru.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Myndi segja náttúrufræði, hræðilega leiðinlegt.

Vandræðalegasta augnabliki: Þegar ég var að hitta unnustuna mína í fyrsta skipti. Ég semsagt bjó í Garðinum og hún í Reykjavík. Þegar ég hélt ég væri komin til hennar var ég aðeins frá húsinu hennar og hún þurfti að koma út og labba smá spöl að ná í mig hahah.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi taka Nacho Herason, Joey Gibbs og Kian. Erum með gott chemestry og myndum einhvern veginn klóra okkur í gegnum það.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með ágæta söngrödd.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Patrik. Hélt hann væri hundleiðinlegur þegar hann kom fyrst en komst fljótlega að því að hann er fáránlega nice gaur.

Hverju laugstu síðast: Er frekar heiðarlegur en hvíta lygin er notuð stundum á krakkana í leikskólanum sem ég vinn á.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Löng hlaup án bolta er ekki þau skemmtilegustu.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Friðjón afa hvert leyndarmálið hans væri að fullkomnu pönnukökum sem hann gerði alltaf.
Athugasemdir
banner