Það verða fimm leikir í þessari umferð í Draumaliðsdeild Eyjabita þar sem stórleik Vals og Stjörnunnar hefur verið frestað vegna þess að Valur komst áfram í Evrópudeildinni eftir sigur sigur á Santa Coloma frá Andorra á heimavelli.
Markaðurinn í Draumaliðsdeildinni lokar í hádeginu í dag. Það er stuttur tími til stefnu, nýttu tímann! Markaðurinn lokar klukkan 12:30 en það er leikur í Vestmannaeyjum í dag og má búast við fullt af fólki á vellinum enda er Þjóðhátíð í fullum gangi.
Ein breyting er að venju leyfileg á milli umferða en hægt er að gera fleiri breytingar á liði sínu með því að nota „wildcard" sem nota má einu sinni yfir tímabilið.
Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Stórglæsileg verðlaun
Sjöunda árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild karla. Þriðja árið í röð er harðfiskvinnslan Eyjabiti aðalstyrktaraðili deildarinnar sem rekin er af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.
Þjálfari stigahæsta liðsins í Draumaliðsdeildinni í lok móts fær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með Gaman ferðum sem og harðfisk frá Eyjabita.
Eyjabiti gefur þá reglulega harðfisk fyrir stigahæstu umferðirnar í sumar.
Leikir umferðarinnar:
Í dag:
13:30 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
Á þriðjudag:
19:15 Grindavík-Víkingur R. (Grindavíkurvöllur)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
Á miðvikudag:
18:00 KA-FH (Akureyrarvöllur)
19:15 Fjölnir-Keflavík (Extra völlurinn)
Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Hér að neðan má sjá draumaliðið í leiknum fyrir síðustu umferð.
Athugasemdir