Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 05. apríl 2024 18:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Einkunnir Íslands: Besti leikur hennar í íslensku treyjunni
Icelandair
Sveindís skoraði og lagði upp í dag.
Sveindís skoraði og lagði upp í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Glódís átti, líkt og svo oft áður, mjög góðan leik.
Glódís átti, líkt og svo oft áður, mjög góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Marki vel fagnað.
Marki vel fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikil gleði.
Mikil gleði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Diljá skallar boltann í netið.
Diljá skallar boltann í netið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Heilt yfir mjög góð frammistaða.
Heilt yfir mjög góð frammistaða.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland byrjar mjög vel í nýrri undankeppninni. Eftir að hafa sloppið við að fá á sig mark þegar Pólland fékk dauðafæri í fyrri hálfleik náði íslenska liðið að skora tvö mörk í lok fyrri hálfleiks og fara með góða forystu í hálfleikinn. Íslenska liðið var svo með yfirburði í seinni hálfleiknum og þriðja markið leit dagsins ljós og öruggur sigur niðurstaðan. Þrjú stig, þrjú mörk skoruð og ekkert á sig, gæti vart verið betra.

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Einkunnir Íslands:

Fanney Inga Birkisdóttir - 8
Ver frábærlega frá Pajor í fyrri hálfleik og truflar hana svo í frákastinu þegar skotið fer í slána. Örugg í öllum sínum aðgerðum og varði þau skot sem á hana komu. Verður fróðlegt að fylgjast með samkeppninni milli hennar, Telmu og svo Cecelíu á næstunni.

Guðrún Arnardóttir - 6
Þegar Ísland sækir og er að reyna byggja upp spil sést að Guðrún er að upplagi miðvörður, ekki nægilega örugg með boltann og virðist ekki alveg klár með sitt. Hins vegar án bolta er mjög gott að vera með öflugan varnarmann við hlið miðvarðanna tveggja sem kann sitt upp á tíu.

Glódís Perla Viggósdóttir - 8
Örugg varnarlega að venju og náði að valda usla í föstum leikatriðum hinu megin á vellinum. Átti stóran þátt í fyrsta markinu þegar hún fann Bryndísi í teignum með skalla. Átti eina geggjaða sendingu inn fyrir á Hlín í seinni hálfleiknum og úr varð mjög gott færi.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 8
Virkilega góður leikur, var með allt sitt á hreinu og örugg í sínum aðgerðum. Átti eina glæsilega tæklingu fyrir skot frá Pajor í seinni hálfleik.

Sædís Rún Heiðarsdóttir ('83) - 6,5
Var að finna Sveindísi upp vinstra megin í fyrri hálfleiknum en sást annars ekkert mjög mikið. Smá bras einu sinni í fyrri hálfleik þegar Pólland náði að koma með tvær upp hægri kantinn sinn en annars lítið vesen.

Hildur Antonsdóttir - 7,5
Nokkuð heilsteyptur leikur, sinnti sínu hlutverki sem djúpur miðjumaður, djöflaðist og klukkaði andstæðingana nokkrum sinnum og stöðvaði þar með þeirra aðgerðir. Kom í seinni hálfleiknum í veg fyrir að Pólverjar kæmust í gegn eftir fast leikatriði Íslands með vel tímasettri tæklingu.

Alexandra Jóhannsdóttir ('83) - 7
Flottur leikur inn á miðsvæðinu, hún og Hildur voru góðar og vernduðu vörnina vel. Var klár í að fá boltann frá Sveindísi í góðri stöðu einu sinni en sóknarmaðurinn sá hana ekki.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('71) - 8
Stoðsending í marki Sveindísar og nóg af skemmtilegum snúningum og sendingum sem héldu Pólverjum í óvissu hvað gæti gert næst þegar Karólína fengi boltann. Mikill sköpunarmáttur sem nýtist íslenska liðinu vel. Settist tvisvar í grasið í leiknum og maður óttaðist að hún gæti ekki haldið áfram en hún kom sér aftur af stað í bæði skiptin.

Diljá Ýr Zomers ('71) - 9
Besti landsleikur Diljár, algjörlega frábær í dag. Kemur inn í leikinn funheit eftir að hafa verið að raða inn mörkum í Belgíu og kemur Íslandi í 2-0 seint í fyrri hálfleik með virkilega góðum skalla. Var að tengja vel við liðsfélagana, mjög dugleg og sjálfstraustið er sýnilega mjög mikið.

Bryndís Arna Níelsdóttir ('66) - 7
Góður framherji veit hvar hann á að vera í teignum og Bryndís var á hárréttum stað þegar Glódís fann hana. Skotið mislukkað en heppnin með Bryndísi og boltinn fór í markið. Sýndi mikinn dugnað, hljóp fyrir liðið og pressaði fremst með Karólínu þegar Pólland var að byggja upp sókn.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 9 Maður leiksins
Mark og stoðsending! Okkar mikilvægasti leikmaður í framlínunni, alltaf mikil ógn aftur fyrir varnarlínuna og Sveindís náði að valda usla allan leikinn nema kannski þegar hún var úti hægra megin í fyrri hálfleik. Frábær fyrirgjöf á Diljá í öðru markinu og snilldarlega gert í þriðja markinu hvernig hún kom sér í skotið og kláraði. Hefði getað skorað fleiri mörk í þessum leik.

Varamenn Íslands

('66) Hlín Eiríksdóttir - 6
Gerði vel að finna Sveindísi eftir sendinguna frá Glódísi. Ógnaði með hraða sínum og krafti. Kom inn í framlínuna.

('71) Sandra María Jessen - 6
Átti ágætis tilraun en inn vildi boltinn ekki. Kom inn á hægri vænginn og stóð sig heilt yfir vel.

('71) Selma Sól Magnúsdóttir - 6
Fékk einn góðan séns eftir að boltinn féll fyrir hana inn á teignum en skotið frá henni fór í varnarmann inn á markteignum. Lék inn á miðsvæðinu eftir að hún kom inn á.

('83) Guðný Árnadóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

('83) Amanda Andradóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner