Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. október 2014 17:42
Magnús Már Einarsson
Áhorfandi braut flaggið hjá Sigurði Óla
Sigurður Óli Þorleifsson, Kristinn Jakobsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson dæmdu leikinn í gær.
Sigurður Óli Þorleifsson, Kristinn Jakobsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson dæmdu leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH kominn inn á völl og bendir Sigurði Óla á aðskotahluti sem Silfurskeiðin henti inn á völlinn. Fleiri myndir af því má sjá neðst í fréttinni.
Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH kominn inn á völl og bendir Sigurði Óla á aðskotahluti sem Silfurskeiðin henti inn á völlinn. Fleiri myndir af því má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmaður FH hljóp inn á völlinn eftir 2-1 tap liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gær og réðst að Sigurði Óla Þorleifssyni aðstoðardómara í leiknum.

FH-ingar voru brjálaðir út í Sigurð Óla þegar hann dæmdi ekki rangstöðu á Ólaf Karl Finsen í fyrra marki Stjörnunnar í gær.

Einn stuðningsmaður FH gekk svo langt að hlaupa inn á völlinn eftir leik en hann braut flaggið hjá aðstoðardómaranum.

,,Hann sló til hans, tók flaggið og braut það," sagði Kristinn Jakobsson dómari leiksins við Fótbolta.net í dag.

Sigurður Óli slapp ómeiddur frá árásinni. ,,Hann náði að forða sér undan því að lenda í honum. Hann beið ekki skaða af þessu."

Flaggið er mjög dýrt þar sem í því er sérstakur búnaður sem tengist dómara leiksins. Senda þarf flaggið í viðgerð til útlanda eftir atvikið í gær.

Áhorfendur Stjörnunnar hentu dósum inn á
Kristinn skilaði inn atvikaskýrslu til KSÍ vegna stuðningsmannsins og einnig vegna atviks sem átti sér stað eftir að Veigar Páll Gunnarsson fékk rauða spjaldið en þá hentu stuðningsmenn Stjörnunnar dósum og ýmsu öðru lauslegu inn á völlinn.

Kristinn segir að FH-ingar eigi hrós skilið fyrir góða öryggisgæslu þrátt fyrir þessi tvö leiðinlegu atvik.

,,Ég vil þakka FH-inga fyrir óaðfinnanlega gæslu miðað við stóran leik. Þetta atvik með áhorfandann var óheppilegt en það hefði líka getað gerst á bílastæðinu," sagði Kristinn.
Athugasemdir
banner
banner