Guðjón Ernir er Héraðsbúi sem hefur spilað undanfarin ár í Vestmannaeyjum. Hann er fæddur árið 2001 og spilar oftast sem bakvörður. Áður en hann skrifaði undir hjá ÍBV fór hann á reynslu til Gautaborgar.
Síðasta haust fékk hann atkvæði í lið ársins í Lengjudeildinni og atkvæði sem efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann fékk einnig atkvæði í lið ársins tímabilið 2020. Í fyrra lék hann 21 leik þegar ÍBV fór upp úr Lengjudeildinni og skoraði hann eitt mark. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
Síðasta haust fékk hann atkvæði í lið ársins í Lengjudeildinni og atkvæði sem efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann fékk einnig atkvæði í lið ársins tímabilið 2020. Í fyrra lék hann 21 leik þegar ÍBV fór upp úr Lengjudeildinni og skoraði hann eitt mark. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
Fullt nafn: Guðjón Ernir Hrafnkelsson.
Gælunafn: Kann vel við Guddi.
Aldur: 21. Á þessu ári.
Hjúskaparstaða: Föstu.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16. September 2017.
Uppáhalds drykkur: Blár Gatorade.
Uppáhalds matsölustaður: Gott í Vestmannaeyjum er solid.
Hvernig bíl áttu: Suzuki swift.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Drullu mikill Survivor maður.
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir.
Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín er mitt go to.
Fyndnasti Íslendingurinn: Fm95blö gengið eru helvíti vitlausir.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Vantar í vinnu á morgun klár í það ?”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Úff myndi sennilega segja Fjarðabyggð :/
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Enga hugmynd, segi bara Gísli Eyjólfs eða Höskuldur Gunnlaugs.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það eru þónokkrir. Ljubisa Radovanovic á helvíti margt í mér eftir yngri flokkana. Jeffsy og Helgi mjög góðir. Svo er ég drullu spenntur fyrir Hemma Hreiðars núna.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kemur einn upp í hugann. Það er Jói Ben í fjarðabyggð. Var lítið gaman að fá tveggja fóta frá honum í derby leik fyrir austan. Þegar maður var bara 18. Ára gutti.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Alexis Sanchez og Bale voru alltaf mínir menn.
Sætasti sigurinn: Ætli það hafi ekki verið þegar við unnum Þrótt heima á Hásteinsvelli í fyrra og tryggðum okkur upp í efstu deild.
Mestu vonbrigðin: Að falla úr 2. Deild með Hetti.
Uppáhalds lið í enska: Arsenal.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri alveg til í að stela Ísak Andra aftur.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Tómas Bent Magnússon er með alvöru potential.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnar Eide Garðarsson er helvíti myndarlegur.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Helena Jónsdóttir.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Hata þessa spurningu en segi bara Messi.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Atli Hrafn er spilari.
Uppáhalds staður á Íslandi: Guðjón Pétur líklega ekki sammála mér en segi bara Egilsstaðir.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Tók nokkra leiki í sumar þar sem ég ældi alltaf í hálfleik. Líklega eitthvað stress bara en það var alveg vel steikt.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei reyni að sleppa öllu því rugli.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðallega bara með körfubolta.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Fannst íslenska alveg drepleiðinleg.
Vandræðalegasta augnablik: Vá hef ekki hugmynd.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi Taka frændurna Tómas Bent Magnússon og Kristófer Einarsson því þeir eru tveir geggjaðir gæjar og myndu sjá til þess að við lifum af. Svo myndi ég taka Dag Inga Valsson líka bara því hann er svo góður drengur.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Borða pítusósu með nánast öllu. Vel steikt en hún er bara geitin í sósuleiknum.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Andri Rúnar Bjarnasson, einn fyndnasti gæi sem ég hef kynnst.
Hverju laugstu síðast: Man ekki eftir neinu, ljótt að ljúga.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Líklega bara hlaup, er það ekki klassískt svar?
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Uff No idea.
Athugasemdir