Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. október 2022 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: Varamennirnir komu United til bjargar - Stefán Teitur skoraði í stórsigri
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Stefán Teitur
Stefán Teitur
Mynd: Getty Images
Gianluca Scamacca
Gianluca Scamacca
Mynd: EPA

Omonia 2 - 3 Manchester Utd
1-0 Karim Ansarifard ('34 )
1-1 Marcus Rashford ('53 )
1-2 Anthony Martial ('63 )
1-3 Marcus Rashford ('84 )
2-3 Nikolas Panagiotou ('85 )

Kýpverska liðið Omonia fékk Manchester United í heimsókn í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Omonia var án stiga fyrir leikinn í kvöld en United með þrjú stig.


Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik eftir skelfileg mistök Tyrell Malacia en hann missti boltann á miðjum vallarhelmingi Omonia meðan allir voru inn í teignum eftir hornspyrnu United.

Þrír leikmenn Omonia brunuðu fram og það endaði með því að Íraninn Karim Ansarifard kom boltanum í netið.

Erik ten Hag stjóri United var eðlilega ekki sáttur í hálfliek og gerði tvær breytingar strax í hléinu. Luke Shaw og Marcus Rashford komu inná fyrir Malacia og Jadon Sancho.

Rashford var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en hann jafnaði metin og eftir klukkutíma leik lagði hann upp annað mark United á Anthony Martial sem var nýkominn inná sem varamaður.

Rashford virtist vera gera út um leikinn þegar hann skoraði þriðja markið eftir að hafa stýrt slöku skoti Ronaldo í netið. Leikmenn Omonia voru hins vegar ekki hættir og minnkuðu muninn stuttu síðar.

Mörkin urðu ekki fleiri og því 3-2 sigur United staðreynd.

Scamacca og Stefán Teitur reimuðu á sig markasókna

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg sem fékk rúmenska liðið Steaua í heimsókn í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Silkeborg var 3-0 yfir í hálfleik en Stefán Teitur bætti fjórða markinu við eftir tæplega klukkutíma leik.

Að lokum vann SIlkeborg 5-0 sigur.

West Ham vann 1-0 sigur á Anderlecht á útivelli í sama riðli en Lucas Paqueta lagði markið upp á Gianluca Scamacca.

West Ham er á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, Anderlecht kemur þar á eftir með fjögur, SIlkeborg með þrjú og Steaua með eitt.

Anderlecht 0 - 1 West Ham
0-1 Gianluca Scamacca ('79 )

Silkeborg 5 - 0 Steaua
1-0 Anders Klynge ('3 )
2-0 Kasper Kusk ('8 )
3-0 Nicklas Helenius ('35 , víti)
4-0 Stefan Teitur Þórðarson ('58 )
5-0 Tonni Adamsen ('71 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner