Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. október 2022 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Bodö um Arsenal: Hvað í andskotanum eru þeir að gera?
Kjetil Knutsen
Kjetil Knutsen
Mynd: EPA

Arsenal fær norska liðið Bodö/Glimt í heimsókn í Evrópudeildinni í kvöld.

Kjetil Knutsen stjóri Bodö/Glimt var mjög hrifinn af leikstíl Arsenal í viðureign liðsins gegn Zurich í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.


Hann sagðist ætla fylgjast betur með Zurich í leiknum en fór svo að einbeita sér að Arsenal. Hann skildi ekki alveg uppleggið til að byrja með.

„Hvað í andskotanum eru þeir að gera? Þegar maður skoaði þetta nánar er þetta ekki flókið. Þeir eru mikið að skipta í vinstri bak, vinstra megin á miðju og vinstri væng. Þeir fá mikið frelsi til að skipta en þeir gera minna af því hægra megin," sagði Knutsen.

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er í byrjunarliði Bodö í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner