Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   mán 07. febrúar 2022 00:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari á leið í Víking
Mynd: Ari Sigurpálsson
Ari Sigurpálsson, leikmaður Bologna, er að ganga í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Leikmaðurinn verður líklega kynntur í dag, mánudag.

Það var greint frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á sunnudagskvöld og Fótbolti.net hefur fengið tíðindin staðfest. Ari mun því spila með Víkingi í sumar.

Ari er átján ára vinstri kantmaður sem uppalinn er í HK. Hann fór fyrst til Bologna tímabilið 2019/20, var á láni en Bologna keypti hann svo um vorið.

Ari lék svo í kjölfarið með HK á láni í Pepsi Max-deildinni það sumarið.

Hann á að baki 24 unglingalandsleiki og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Ari verður nítján ára í mars.

Samningur Ara við Bologna átti að renna út í sumar og því þarf Víkingur að kaupa leikmanninn af Bologna.

Athugasemdir
banner
banner