Tímabilið byrjar afar illa hjá KR en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sex umferðunum. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og ekki skorað eitt einasta mark.
Liðið steinlá 5-0 gegn Val á Origovellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 0 KR
Liðið var 2-0 undir í hálfleik og KRingar voru heppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Finnur Tómas Pálmason fékk boltann greinilega í höndina.
Valur bætti svo þremur mörkum við í siðari hálfleik og vann 5-0 þar sem Birkir Már Sævarsson fór hamförum og lagði upp þrjú mörk.
Aðeins einu sinni hefur KR tapað stærra í efstu deild frá árinu 1977 en það var árið 2003 gegn FH þegar leiknum lauk með 7-0 sigri Hafnfirðinga.
Tvisvar áður hafa KRingar tapað 5-0.
?? Stærstu töp KR í deildarkeppni
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) May 7, 2023
???? 1977 - 2023
2003 ???? FH: 7-0
2006 ???? Grindavík 5-0
1980 ???? Valur 5-0
2023 ???? Valur 5-0#Bestadeildin pic.twitter.com/GtxHJdsGxp