Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. nóvember 2020 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm vanmetnustu í Pepsi Max-deild kvenna
Heiðdís Lillýardóttir.
Heiðdís Lillýardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Elva í leik með Fylki.
Þórdís Elva í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaðvarpsþátturinn Heimavöllurinn valdi fimm vanmetnustu leikmenn Pepsi Max-deildar kvenna í sumar í síðasta þætti sínum.

Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn voru valdir.

Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Það eru allir að tala um Kristínu Dís. Kristín er búin að eiga frábært sumar en Heiðdís líka. Hún er búin að vera þarna í fjögur ár og Íslandsmeistari tvisvar. Það er ótrúlegt hvað hún hefur vaxið, hún er að bera boltann vel upp og finnur alltaf leikmann í fætur á miðjunni. Hún fær ekki hrósið sem hún á skilið.

Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)
Vél og þvílíkar framfarir hjá henni sem leikmanni. Mikilvæg í Fylkisliðinu og góður leikmaður. Við höfum talað um hana en við höfum ekki talað um hana sem þennan lykilleikmann sem hún er orðin. Ég held að það hafi ekki verið mikið horft til hennar, ég held að liðin hafi ekki verið að berjast um hana sem er skrýtið því hún er það góð í fótbolta. Mjög flottur alhliða leikmaður.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Í gegnum tíðina hefur hún ekki fengið það hrós sem hún á skilið. Hún er ótrúlega góður leikmaður, hún er ógeðslega góð í fótbolta og fólk kannski tekur ekki eftir henni því hún er ofan í vörninni að sækja boltann og gera þetta einfalt. Þegar leikmenn eru að gera þetta einfalt þá sigla þeir undir radarinn.

Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
Við höfum oft talað um hana okkar á milli en ekki nægilega mikið í þáttunum. Hún er búin að vera í þessari deild endalaust. Hún fer líka til Bandaríkjana og týnist mögulega í umræðunni fyrir vikið. Ótrúlega 'solid' og ef maður horfir til dæmis á hvernig Stjarnan byrjaði þetta mót með mjög litla reynslu í öftustu línu, þá er hún að gera hrikalega mikið af nánast ósýnilegum hlutum fyrir mörgum sem áttuðu sig ekki á hennar hlutverki og reynsluleysinu í öftustu línu. Það er búið að vera gaman að fylgjast með henni breytast í bakvörð, þetta er kantmaður upp öll yngri landsliðin.

Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Gríðarlega mikilvæg fyrir Þór/KA. Hún er ásamt Örnu Sif að draga vagninn fyrir norðan. Leikmaður sem er fædd 1995 en hún spilaði ekki fótbolta á Íslandi 2017 (var í Bandarikjunum), spilaði lítið 2016 og 2018 vegna meiðsla. Mér finnst hún hafa stigið mjög vel inn í þetta hjá Þór/KA og ég heyri ekki marga hrósa henni fyrir sinn leik í sumar.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn - Risa uppgjör á Maxinu, fimm vanmetnar og sú besta skeindi deildinni
Athugasemdir
banner
banner