Adolf Daði er efnilegur sóknarmaður sem á að baki átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann kom við sögu í öllum þremur leikjum U19 landsliðsins sem lék í milliriðli fyrir EM í síðasta mánuði.
Adolf kom fyrst við sumarið árið 2019 þegar hann spilaði í einum leik, ári seinna bætti hann við einum leik í viðbót og í fyrra kom hann við sögu í fimm leikjum og varð Íslandsmeistari emð 2. flokki Stjörunnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 6. sæti: Stjarnan
Adolf kom fyrst við sumarið árið 2019 þegar hann spilaði í einum leik, ári seinna bætti hann við einum leik í viðbót og í fyrra kom hann við sögu í fimm leikjum og varð Íslandsmeistari emð 2. flokki Stjörunnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 6. sæti: Stjarnan
Fullt nafn: Adolf Daði Birgisson
Gælunafn: Dolli, Dollz
Aldur: 17
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2019 á móti ÍBV
Uppáhalds drykkur: Blár Collab
Uppáhalds matsölustaður: XO og Mandi
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Money heist og Top boy
Uppáhalds tónlistarmaður: Elton John og Polo G
Uppáhalds hlaðvarp: Fm95blö
Fyndnasti Íslendingurinn: Vonsvikinn Þórarinn Ingi
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ''er ekki heima''
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hef ekkert í huga
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eiður Aron var ekki lélegur
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þori nú varla að svara þessari
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjar Gauti á æfingum getur verið vel tregur
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Ronaldo
Sætasti sigurinn: Gothia Cup final 2019
Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki tekið titilinn í 3.flokk
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Viktor Einarsson
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Óli Valur Ómarsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Einar Karl Ingvarsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín metta
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Oliver Haurits
Uppáhalds staður á Íslandi: Álftanesið
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Óli valur reif sig úr að ofan og tók Balotelli fagnið
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: klæði mig alltaf fyrst í hægri skóinn
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðeins með NBA og svo er alltaf gaman að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræðin er bras
Vandræðalegasta augnablik: Bara flest mannleg samskipti
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Hilmar Árna til að koma mér af eyjunni, Óla Val til að trúðast og Einar Karl til að lyfta upp stemningunni
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hitler er ekkert skyldur mér
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Sindri Þór Ingimarsson, geggjaður spilari
Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn að vera duglegur í stærðfræðinni
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fifa 11
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Granit Xhaka hvort hann gæti mögulega hent sér annað, Sá gæji er ekkert eðlilega þreyttur
Athugasemdir