Sigurður var í fyrra næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar
sem leikmaður Grindavíkur og skrifaði í kjölfarið undir samning við KR. Sigurður var með ákvæði í samningi sínum að hann mætti semja við lið erlendis, fór á reynslu í Króatíu og í Noregi en ákvað að semja ekki ytra.
Hann á að baki 61 deildarleik á ferlinum og hefur í þeim skorað 28 mörk. Hann er uppalinn í Grindavík og hefur einnig spilað með GG á ferlinum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR
Sigurður samdi ekki í Króatíu - „Verður KR-ingur í allt sumar"
Ashley Barnes, Shane Long eða Sigurður Bjartur?
sem leikmaður Grindavíkur og skrifaði í kjölfarið undir samning við KR. Sigurður var með ákvæði í samningi sínum að hann mætti semja við lið erlendis, fór á reynslu í Króatíu og í Noregi en ákvað að semja ekki ytra.
Hann á að baki 61 deildarleik á ferlinum og hefur í þeim skorað 28 mörk. Hann er uppalinn í Grindavík og hefur einnig spilað með GG á ferlinum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR
Sigurður samdi ekki í Króatíu - „Verður KR-ingur í allt sumar"
Ashley Barnes, Shane Long eða Sigurður Bjartur?
Fullt nafn: Sigurður Bjartur Hallsson.
Gælunafn: EL Sigurdo eða Siggi.
Aldur: 22 ára.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var 2016 gegn Njarðvík í æfingaleik. Fyrsti keppnisleikurinn var 2017 í bikar gegn Leiknir R, fékk að sprikla í 5 mín.
Uppáhalds drykkur: Kristall Lime.
Uppáhalds matsölustaður: Wok On í augnablikinu.
Hvernig bíl áttu: Ford Mondeo.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn Nine-Nine.
Uppáhalds tónlistarmaður: Basshunter, kíkti á hann 2017 á Akureyri.
Uppáhalds hlaðvarp: Doc og Fm95blö.
Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Frá Dineout „Your order at Wok On, Reykjavíkurvegur 66 can be picked up at April 07 22, 19:41.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Gróttu get ekki sagt að ég sé aðdáandi.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Josip Pivaric er seigur.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Milan Stefan Jankovic (Jankó)
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Davíð Þór Viðarsson sá getur vælt.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Steven Gerrard var í miklu uppáhaldi.
Sætasti sigurinn: Þór 1-0 heima árið 2020, þar sem við fengum rautt á 10. mín, skoruðum á 30. mín, fengum svo annað rautt í grillið á 50. mín og héldum út tveimur færri í 40 mínútur.
Mestu vonbrigðin: Falla 2019 úr efstu deild með Grindavík.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gary Martin.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Pálmi Rafn Pálmason munið nafnið.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daníel Andri Pálsson (fyrirliði GG).
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta klassískt svar
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi árið 2012 er hæsti toppur sem fótboltamaður hefur náð og mun nokkurn tíma ná.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ómar Castaldo (Don Ómar) reyndar í KV, en æfir reglulega með KR.
Uppáhalds staður á Íslandi: Seyðisfjörður.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fékk gult spjald á Rey Cup fyrir að segja samherja mínum að halda kjafti. Dómarinn var Breskur og hélt ég væri að öskra á hann.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Er með rútínu á leikdögum sem er nánast alltaf alveg eins, en ég myndi ekki kalla það hjátrú þannig svarið er nei.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með stórmótum í handbolta, annars engu öðru.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Aðalega að mæta.
Vandræðalegasta augnablik: Þetta var í sömu ferð og þegar ég fór á Basshunter, mér var hent út af vistinni í MA, vegna þess að vinur minn gleymdi að sækja um dvalarleyfi fyrir mig. Ég endaði á því að þurfa sofa í bílnum mínum.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Arnór Svein, hann er líklega öflugri enn Bear Grylls, það er þó bara ágiskun. Svo tæki ég Aron² (Aron Snæ og Aron Kristófer), væri gaman að hlusta á þá rífast á meðan Nóri kæmi okkur af eyjunni.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Gekk fyrst til liðs við KR árið 2020 og spilaði fyrir Esports liðið þeirra.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ætla fá að velja tvo, þá Beiti Ólafs og Kristinn Jóns. Ég svo sem hafði enga skoðun á þeim áður en við urðum samherjar, en þeir eru báðir eðalmenn.
Hverju laugstu síðast: Hver fallegasti knattspyrnumaður Íslands væri.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun mun seint teljast skemmtileg.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Stevie G af hverju hann var ekki í járni 2014 á móti Chelsea.
Athugasemdir