Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 08. apríl 2024 18:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanney ekki spennt fyrir svörtu treyjunni - „Eins og sebrahestur"
Icelandair
Fanney í gulu treyjunni á föstudaginn.
Fanney í gulu treyjunni á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney Inga Birkisdóttir stóð í íslenska markinu gegn Póllandi og átti virkilega góðan leik. Hún hélt hreinu og Ísland vann 3-0 sigur.

Undankeppnin hófst á föstudag og voru nýjar treyjur frumsýndar í leiknum. Fanney var spurð hvernig hefði verið að sjá liðsfélagana í nýju aðaltreyjunum. Nýja treyjan hefur fengið misjafna dóma á samfélagsmiðlum.

„Mér finnst þær flottar, finnst þær geggjaðar. Okkar treyjur, markmannstreyjurnar, eru líka ágætar. Ég hlakka ekki til í að spila í svörtu treyjunni samt, það er eins og maður sé sebrahestur í henni. En mér finnst treyjurnar flottar yfir höfuð," sagði Fanney.

Markvörður Íslands gegn Þýskalandi á morgun verður í appelsínugulri treyju. Leikurinn fer fram í Aachen og hefst klukkan 16:10.

Fréttaritari hefur ekki séð mynd af svörtu treyjunni og því fylgir hún ekki fréttinni. Hér að neðan má sjá hvernig útileikmennirnir litu út á föstudag.
Fanney yfirveguð: Það er munur á þessu, en í lok dagsins er þetta bara fótboltaleikur
Athugasemdir
banner
banner
banner