Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 09. apríl 2024 10:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Stærsta ógn Þjóðverja ekki með gegn Íslandi - 24 ára með bandið
Icelandair
Alexandra Popp.
Alexandra Popp.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alexandra Popp, stærsta stjarna Þýskalands, er ekki með gegn Íslandi í kvöld vegna meiðsla. Popp, sem er 33 ára gömul, er magnaður markaskorari og er gríðarlega erfitt að eiga við hana í teignum.

Popp hefur skorað 67 landsliðsmörk í 137 landsleikjum með Þýskalandi, en á yfirstandandi tímabili hefur hún skorað fimm mörk í 15 deildarleikjum með Wolfsburg.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Popp spilaði í heimaleiknum á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í fyrra en henni tókst ekki að skora í þeim leik þó hann hafi endað 4-0 fyrir Þýskalandi.

Popp er ekki eini leikmaðurinn sem vantar í þýska liðið því vanarjaxlinn Marina Hegering er einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Hegering, sem byrjaði í síðasta heimaleik gegn Íslandi, er liðsfélagi Popp hjá Wolfsburg.

Liðsfélagi Glódísar með bandið
Í fjarveru Popp verður hin 24 ára gamla Giulia Gwinn með fyrirliðabandið. Svenja Huth, sem er varafyrirliði, hætti með landsliðinu í síðasta mánuði og því er Gwinn með bandið.

Gwinn er varnarmaður en hún er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Bayern.
Athugasemdir
banner
banner