KFG hefur fengið sóknarmanninn Kristófer Konráðsson á láni frá Stjörnunni.
Hann er kominn með leikheimild með liðinu og er því orðinn löglegur fyrir 2. umferðina í 2. deildinni þegar KFG mætir Dalvík/Reyni á heimavelli.
Hann er kominn með leikheimild með liðinu og er því orðinn löglegur fyrir 2. umferðina í 2. deildinni þegar KFG mætir Dalvík/Reyni á heimavelli.
Kristófer, sem er 21 árs, stundar nám í Bandaríkjunum en er kominn heim í sumarfrí og ætlar að spila með KFG í sumar. Hann lék með Þrótti fyrri parts sumars í fyrra og skoraði þar eitt mark í tíu leikjum.
KFG tapaði í 1. umferðinni gegn Víði 2-1 en liðið er nýliði í deildinni.
Athugasemdir