Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 10. maí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Thorsport 
Fannar Daði í Þór (Staðfest)
Fannar í leik með Dalvík/Reyni sumarið 2017
Fannar í leik með Dalvík/Reyni sumarið 2017
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fannar Daði Malmquist er kominn til baka í herbúðir Þórsara þar sem hann er uppalinn. Fannar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær.

Fannar Daði sem er kantmaður verður 23 ára síðar á árinu. Alls á Fannar Daði 52 leiki að baki með meistaraflokki í deild og bikar og í þeim leikjum hefur hann skorað 8 mörk. Af þessum leikjum er aðeins einn með meistaraflokki Þórs það var tapleikur gegn Völsungi í Borgunarbikarnum 2016. Þá kom hann inn á sem varamaður á 64. mínútu.

Fannar lék með Dalvík/Reyni tímabilin 2017 og 2018 en sumarið 2016 lék hann með Magna.

Í vor hefur hann spilað þrjá leiki með Dalvík/Reyni í deild og bikar. Hann spilaði m.a. í leik þar sem Dalvíkingar slógu Þór út úr Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner