Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 10. ágúst 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 18. umferðar - Sex sinnum í liði umferðarinnar
Birnir Snær Ingason hefur verið stórkostlegur á tímabilinu.
Birnir Snær Ingason hefur verið stórkostlegur á tímabilinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jakob Franz skoraði gegn Breiðabliki.
Jakob Franz skoraði gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær er í liði umferðarinnar.
Árni Snær er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferð Bestu deildarinnar hófst um verslunarmannahelgina og lauk í Kórnum í gær. Hér er Sterkasta lið umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Víkingur er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið vann 3-1 útisigur gegn FH þar sem Birnir Snær Ingason náði að snúa leiknum við fyrir Víkinga og skoraði tvö mörk. Hann er í sjötta sinn í liði umferðarinnar.

Oliver Ekroth er valinn í fimmta sinn og Gunnar Vatnhamar í það fjórða.



Valsmenn veita Víkingum samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu 4-2 sigur gegn KA þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis og Kristinn Freyr Sigurðsson var sífellt að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður.

Breiðablik tapaði 3-4 í rosalegum leik þar sem KR-ingar voru mun skilvirkari í sínum færum. Eftir dapra byrjun á tímabilinu hefur Atli Sigurjónsson verið að sýna sitt rétta andlit, hann átti mark og stoðsendingu. Jakob Franz Pálsson var frábær í vörn KR og skoraði mark að auki.

Stjarnan er í góðum gír og vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV 2-0 í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Hilmar Árni Halldórsson skoraði annað markið, Árni Snær Ólafsson hefur verið frábær í marki Garðbæinga að undanförnu og Jökull Elísabetarson er þjálfari umferðarinnar. Stjarnan hefur stimplað sig í Evrópubaráttu.

HK vann dramatískan 3-1 sigur gegn Keflavík þar sem Ahmad Faqa var sem klettur í hjarta varnarinnar. Það lýsir því ágætlega hversu öflugur hann var framan af að samherjar hans vissu ekki hvernig þeir áttu að haga sér þegar hann tapaði skallabolta.

Þá gerðu Fram og Fylkir 1-1 jafntefli í fallbaráttuslag. Pétur Bjarnason var valinn maður leiksins. Innkoma hans gjörbreytti sóknarleik Árbæinga. Þeir urðu beinskeyttari og Pétur stóð sig mjög vel í að leiða línuna, auk þess að skora jöfnunarmarkið.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Jólasveinar og spjót beinast að markvörðum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner