Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 10. nóvember 2023 19:31
Brynjar Ingi Erluson
Gautaborg leggur fram tilboð í Benoný Breka
Benoný Breki gæti verið á leið til Svíþjóðar
Benoný Breki gæti verið á leið til Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Gautaborg hefur lagt fram tilboð í Benoný Breka Andrésson, leikmann KR, en þetta kom fram í Dr. Football og Þungavigtinni í dag.

Benoný Breki var með líflegustu mönnum KR-inga í Bestu deildinni í sumar, en hann skoraði fjögur og lagði upp tvö er KR hafnaði í 6. sæti deildarinnar.

Dr. Football og Þungavigtin sögðu frá því í dag að Gautaborg væri búið að leggja fram tilboð í Benoný Breka. Kristján Óli Sigurðsson fullyrti í Þungavigtinni að tilboðið hljóðar upp á 350 þúsund evrur. Þar kom jafnframt fram að þetta hafi ekki verið fyrsta tilboð sænska félagsins.

Þessi 18 ára gamli framherji fór frá Breiðabliki til Bologna árið 2021. Þar spilaði hann með unglingaliði félagsins áður en hann gekk í raðir KR í apríl á þessu ári.

„Ég er ekki að fara í hvað sem er, þó svo að þetta sé atvinnumennska. Ég þarf að taka rétta skrefið upp á ferilinn að gera,“ sagði Benoný við Fótbolta.net í byrjun október.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Gautaborg, en það eru þeir Adam Ingi Benediktsson og Kolbeinn Þórðarson. Sá síðarnefndi kom frá Lommel í sumar og gerði vel seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner