Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. apríl 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Máni Austmann (FH)
Máni lék með University of North Caroline Greensboro
Máni lék með University of North Caroline Greensboro
Mynd: UNCG
Dagur og Máni - annar tanaðari en hinn.
Dagur og Máni - annar tanaðari en hinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Krissi Konn fær að fara með á eyjuna góðu.
Krissi Konn fær að fara með á eyjuna góðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingi mætir líka á eyjuna, ekki víst að þetta teymi lifi lengi af.
Arnór Ingi mætir líka á eyjuna, ekki víst að þetta teymi lifi lengi af.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurvegari eftir mikla höstl samkeppni
Sigurvegari eftir mikla höstl samkeppni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nablinn ræðir við Arnar Gunnlaugs
Nablinn ræðir við Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni er uppalinn í Stjörnunni og lék einnig með unglingaliðum FCK í Danmörku. Á Íslandi hefur hann einnig leikið með ÍR, HK, Leikni og nú FH. Hann getur bæði spilað á miðjunni sem og úti á köntunum.

Máni er fyrrum unglingalandsliðsmaður sem lék á sínum tæima 21 leik með U16-U19. Síðutu tvö tímabil hefur hann leikið með Leikni og skoraði sjö mörk í 37 deildarleikjum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: FH
„Svo hringdi FH, mér leist vel á það og tók sénsinn"

Fullt nafn: Máni Austmann Hilmarsson

Gælunafn: Beckham

Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: nú veit ég ekki. Það var örugglega 2017 eða 2018

Uppáhalds drykkur: Rauður collab er geitin

Uppáhalds matsölustaður: Er að vinna mikið með WokOn núna.

Hvernig bíl áttu: Ættir að taka eftir mér í umferðinni á ljósbláum Kia Picanto

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Það er alltaf gott að horfa á The Office af og til.

Uppáhalds tónlistarmaður: Pétur Árni Hauksson á eitt lag sem hann vill ekki gefa út sem er sérstakt og svo þegar Alexander (Lexi) bróðir Freysa (þjálfara Lyngby) rífur í mækinn þá er alltaf stemming.

Uppáhalds hlaðvarp: blökastið

Fyndnasti Íslendingurinn: Alexander bróðir Freysa.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Uff Okeim

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekki hugmynd.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það er Andri Már (Nablinn) í jólabolta, yfirferðinn á honum er unaðsleg og svo þegar hann hleður hægri löppina þá er hann óstöðvandi.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jacob Neestrup aðstoðarþjálfari FCK í dag og Brian aðstoðarþjálfari Brentford

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Aflitaður Davíð Ingvars, rosalegur leikmaður.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi.

Sætasti sigurinn: Þeir eru allir rosa sætir.

Mestu vonbrigðin: Everything happens for a reason.

Uppáhalds lið í enska: ég er enn að reyna ákveða mig, ef að Ten Hag er ráðinn til United þá mun ég halda með þeim en annars er þetta á milli City og Arteta ball.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það væru Dagur Austmann og Kristófer Konráðsson.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Logi Hrafn og Cole unreal talent.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Dagur Austmann

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Guðrún Elísabet

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Matti Villa vill meina að það sé R9

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Logi Hrafn og Ástbjörn, en Óli Guðmunds vill meina að það sé hann.

Uppáhalds staður á Íslandi: Það er bara heima en annars er alltaf gott að fara Vestur.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fabregas spilaði í sokkunum mínum á móti AC Milan og ég spilaði í sokkunum hans á móti Midtjylland.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei held ekki, fer alltaf í vinstri skóinn fyrst.. kannski það bara.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Píla og Formúla.. annars er maður alltaf að glugga aðeins í körfu og handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Einbeitingu.

Vandræðalegasta augnablik: Örugglega þegar ég var að vinna með kærustunni minni áður en ég þekkti hana og ætlaði að fara tala við hana og kallaði hana vitlausu nafni tvisvar þótt hún var búin að leiðrétta mig. Það var ágætis högg.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég veit allavega hvern ég tæki ekki með og það væri Ástbjörn og Óli Guðmunds, tveir taktlausustu menn sem ég hef kynnst. Tæki Kristófer Konráðsson að því hann sagði að hann myndi taka mig og hann er líka algjör toppmaður. Svo myndi ég taka Dag Austmann og Arnór Inga, það er gaman að hlusta á þá rífast.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með bullandi ADHD

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þeir eru allir algjörir meistarar.

Hverju laugstu síðast: Lýg ekki.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Allt án bolta eins og upphitun og hlaup.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Hjalta most handsome kennara í HR hvað kemur í lokaprófinu á morgun. Ætti að fá 10 frá honum bara fyrir þetta svar.
Athugasemdir
banner
banner
banner