Vill þjálfa áfram.
Grindavík gerði góða ferð í Mosfellsbæ í dag og unnu sannfærandi 1-3 sigur í Lengjudeild karla. Sigurbjörn Hreiðars þjálfari Grindavíkur var sáttur með sigurinn og kraftinn í liðinu „ Þú zoomar þetta ansi vel upp. Við vorum sloppy í byrjun og .þeir voru öflugir. Skora hérna eftir nokkrar mínútur þar sem við vorum ekki mættir. Þeir héldu okkur í 15 til 20 mínútur í þessum gír. Við vorum alltof langt frá mönnum. Þetta Aftureldingslið sem Maggi er búinn að búa til, þeir halda boltanum mjög vel og láta hann rúlla og á þýðir ekkert að vera 3 til 4 metra frá mönnum en svo vöknum við og menn taka sig saman og eftir þessar 20 mínútur fannst mér þetta aldrei vera spurning" Sagði Bjössi beint eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Grindavík
Gefið hefur verið út að Bjössi haldi ekki áfram með lið Grindavíkur á næsta ári og því spurning hvort hann verði áfram í þjálfun. Bjössi hafði þetta að segja þegar hann var spurður hvort síminn væri farinn að hringja „ Það er aðeins en ég er svo sem ekkert að pæla í því fyrr en við klárum eftir viku. Gerum þetta að skemmtilegri viku og eigum síðasta leikinn á laugardeginum og við tökum á því þá. Svo sér maður hvað framtíðin ber í skauti sér."
En hefur Bjössi áhuga á því að starfa áfram við þjálfun? „Já ég held að samfélagið þurfi bara á því að halda" Sagði Bjössi léttur.
Nánar er rætt við Bjössa Hreiðars í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir