Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 12. apríl 2022 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sverrir Páll Hjaltested (Valur/Kórdrengir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason
Brynjar Ingi Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn hefur stjórn á hópnum
Orri Hrafn hefur stjórn á hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemnings Gandri
Stemnings Gandri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir gefur lítið fyrir gáfur Birkis
Sverrir gefur lítið fyrir gáfur Birkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir er framherji sem skaust upp á sjónavarsviðið á síðasta tímabili þegar hann kom við sögu hjá Val í fyrsta leik Íslandsmótsins. Hann var frá allt árið 2020 vegna meiðsla en sneri til baka og skrifaði undir samning hjá Val. Í grunninn er hann Víkingur en fór til Noregs árið 2016 og lék með unglingaliðum Tromsö.

2018 kom hann svo til Íslands og lék með KH, ári seinna lék hann með Völsungi á láni og nú í sumar mun hann spila með Kórdrengjum á láni. Á síðasta tímabili skoraði Sverrir eitt mark á 301 mínútu í efstu deild. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Valur
Sverrir Páll: Kórdrengir langmest spennandi af því sem var í boði

Fullt nafn: Sverrir Páll Hjaltested

Gælunafn: Sveppur, Svezz

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016-17

Uppáhalds drykkur: Vatn og vitamin well

Uppáhalds matsölustaður: Gló og Spíran

Hvernig bíl áttu: Á ekki sjálfur bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, travis scott

Uppáhalds hlaðvarp: Dr.Football tek það stundum og mínir menn í Steve Dagskrá

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi og Ari Eldjárn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ait, hringdu þá

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Magni Grenivik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjar Ingi.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Heimir og Túfa flottir og Aron Elís var góður á Skagamótunum í denn.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: No comment

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Zlatan og johnny depp mínir menn

Sætasti sigurinn: Er með nokkra sæta

Mestu vonbrigðin: Árið í fyrra var ekkert spes

Uppáhalds lið í enska: Manchester united

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í Guðmund Andra, Orra Hrafn eða Birki í Kórdrengi

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sindri Björn Hjaltested

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ég

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristjana Sigurz Kristjánsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Águst Hlyns

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði beint eftir að hafa tekið miðju

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ja🤫

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Golf, bardagaíþróttir og eiginlega bara fullt af íþróttum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Mætingu

Vandræðalegasta augnablik: Ekki til

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Orra Hrafn til að hafa control á öllu, svo Gandra upp á alvöru stemningu og svo Birki Heimska til að hlæja yfir þvi hvað hann er heimskur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ofnæmi fyrir chicken

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðmann (Tuðmann ) gaman að tuða í honum, kóngur

Hverju laugstu síðast: Örugglega segja að ég sé á leiðinni einhvert þegar ég er ekki lagður í hann

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spyrja Elon Musk, hvað ég ætti að hólka á!


Guðmann að undirbúa tuð
Athugasemdir
banner
banner