Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mið 12. júní 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen ætlar að hafa betur í kappinu um Aleix García
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen og West Ham United hafa bæði áhuga á spænska miðjumanninum Aleix García, en Þýskalandsmeistararnir virðast vera staðráðnir í að sigra það kapphlaup.

García er 26 ára gamall og var einn af lykilmönnunum á frábæru tímabili hjá Girona í spænska boltanum.

Það kom á óvart þegar García missti af sæti í spænska landsliðshópnum fyrir EM, en Xabi Alonso þjálfari Leverkusen hefur miklar mætur á leikmanninum.

Stjórnendur hjá Leverkusen og Girona hittust í gær til að ræða málin og er talið að þýska félagið leiði kapphlaupið um leikmanninn eftir þann fund.

West Ham er staðráðið í að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi leiktíð undir stjórn Spánverjans Julen Lopetegui, sem fylgist náið með spænska boltanum og hefur miklar mætur á Garcia.

Garcia ólst upp hjá Villarreal en var hjá Manchester City í fimm ár, frá 2015 til 2020.

Miklar líkur eru taldar vera á því að Garcia kjósi að skipta til Leverkusen frekar en West Ham.

Leverkusen þarf að borga um 20 milljónir evra fyrir miðjumanninn, auk aukagreiðslna.
Athugasemdir
banner
banner
banner