Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 12. október 2023 15:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Örn kveður Víking - Semur við KR
Guðjón Örn og Helgi Guðjónsson.
Guðjón Örn og Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Víkings og Guðjón Örn Ingólfsson, styrktarþjálfari meistaraflokks karla, hafa ákveðið að ljúka samstarfi sínu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum.

Samningur Guðjóns við Knattspyrnudeild Víkings rennur út eftir tímabilið í ár, en Guðjón hefur verið í þjálfarateymi Arnars Gunnlaugssonar undanfarin fimm tímabil og tekið þátt í stórglæsilegum árangri liðsins á þeim tíma.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa KR-ingar áhuga á því að ráða Guðjón í sama starf og hann var í hjá Víkingi.

„Guðjón hefur unnið frábært starf fyrir félagið og verið hluti af farsælustu árum í sögu Víkings. Guðjón tók starfið á næsta stig hjá okkur og hefur staðið sig gríðarlega vel sem styrktarþjálfari liðsins," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

„Knattspyrnudeild Víkings þakkar Guðjóni Erni fyrir fagmennsku sína, skuldbindingu og vel unnin störf síðustu fimm tímabil og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir jafnframt í tilkynningu en þar kemur einnig fram að eftirmaður Guðjóns verði tilkynntur á næstu dögum.

Uppfært 15:48: KR hefur staðfest að Guðjón Örn hafi verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokka félagsins.
Athugasemdir
banner
banner